is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1215

Titill: 
  • Notkun bætibaktería til stýringar örveruflóru fyrir og eftir klak lúðulirfa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Lúðueldi, bakteríur, forvarnir, bætibakteríur,
    artemía
    Framleiðsla á lúðuseiðum er viðkvæmt ferli og verða jafnan mikil
    afföll á fyrstu stigum eldisins. Oft á tíðum gerist þetta án augljósra
    skýringa en rannsóknir benda til að samsetning örveruflóru geti haft
    afgerandi áhrif á afkomu lúðulirfa í startfóðrun.
    Artemía (Artemia fransiscana: saltvatnsrækja) er fyrsta fæða lúðulirfa
    eftir að kviðpokastigi lýkur og fylgir dýrunum mikill fjöldi baktería
    sem endar óhjákvæmilega í meltingarvegi lirfa. Gæði artemíu geta
    því haft afgerandi áhrif á lifimöguleika lirfa.
    Ein leið til þess að stemma stigu við vexti óæskilegra tegunda baktería
    í lirfum er að bæta æskilegum bakteríum í eldisumhverfi eða fóður
    lirfa, svokölluðum bætibakteríum.
    Í verkefninu voru könnuð áhrif bætibaktería (PRO) á vöxt og afkomu
    við framleiðslu lúðulirfa. Meðhöndlað var með bætibakteríum allt frá
    upphafi hrognastigs til loka startfóðrunar í tveimur aðskildum
    tilraunum. Fylgst var með samsetningu ræktanlegrar bakteríuflóru
    samanborið við hefðbundna meðhöndlun (viðmið) og áhrif
    meðhöndlunar á vöxt, þroska og afkomu lirfa rannsökuð Niðurstöður
    tilraunanna tveggja tilrauna gáfu misvísandi svör um fjölda og
    samsetningu ræktanlegra baktería í lirfum og eldisumhverfi þeirra. Þó
    virðist sem afkoma hrogna og lirfa sé betri þegar fjölbreytni
    bakteríuflóru er meiri. Niðurstöður benda einnig til að
    bætibakteríublanda hafi jákvæð áhrif á hlutfall svokallaðra gapara en
    það er vansköpun sem kemur fram á kviðpokastigi lirfa.
    Meðhöndlun artemíu með bætibakteríum virðist hafa jákvæð áhrif á
    gæði fóðurdýra með því að auka fjölbreytni í tegundasamsetningu
    bakteríuflóru.
    Niðurstöður tilrauna með mismunandi styrk sótthreinsiefna við
    meðhöndlun lúðulirfa gáfu vísbendingar um að minni styrkur
    sótthreinsiefnis gefi jafnvel betri árangur m.t.t. afkomu lirfa.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildigunnur Rut Jónsdóttir_heild.pdf989.66 kBLokaðurBætibakteríur - heildPDF
Hildigunnur Rut Jónsdóttir_e.pdf158 kBOpinnBætibakteríur - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Hildigunnur Rut Jónsdóttir_u.pdf120.72 kBOpinnBætibakteríur - útdrátturPDFSkoða/Opna