is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12173

Titill: 
  • Heilbrigðisþjónusta fyrir jaðarhópa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jaðarhópar finnast í öllum samfélögum, og skera sig úr á einn eða annan hátt. Ýmsir hópar teljast til jaðarhópa en hér er fjallað um heimilislausa, fíkniefnaneytendur og þá sem eru háðir áfengi. Þessir hópar búa oft við bág kjör og glíma við margskonar vandamál, heilsa þeirra er gjarnan slæm, bæði líkamleg og andleg.
    Tilgangur þessa verkefnis er að skoða heilbrigðisþarfir, helstu sjúkdóma og viðhorf ákveðinna jaðarhópa til heilbrigðisþjónustu, hvað auðveldar og torveldar þeim að nýta sér heilbrigðisþjónustuna, og í hvaða formi væri best að hafa heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp.
    Niðurstöðurnar sína að fíkn, geðsjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, sýkingar og stoðkerfisvandamál eru meðal algengustu vandamála hjá jaðarhópunum. Einstaklingum finnst að litið sé niður á þá og þeim sýnd vanvirðing frá heilbrigðisstarfsfólki þegar þeir sækja almenna þjónustu. Þegar skoðuð er heilbrigðisþjónusta sem er sérstaklega ætluð jaðarhópum er reynsla þeirra töluvert betri. Þar er þeim sinnt af virðingu auk þess sem starfsfólkið þekkir vel stöðu þeirra og þarfir. Einstaklingar í jaðarhópum eiga auðveldara með að nýta sér þjónustuna ef hún er ókeypis eða ódýr, stutt er að fara, tímapantanir óþarfar og opnunartími langur.

Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilbrigdistjonusta_f_jadarhopa.pdf302.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna