ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12174

Titill

Áhrif fræðslu og reynslu á viðhorf háskólanema til dáleiðslu

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif fræðslu og persónulegrar reynslu á viðhorf háskólanema til dáleiðslu. Notast var við þýdda, „endurskoðaða útgáfu af Valencia mælikvarða um viðhorf og trú gagnvart dáleiðslu – útgáfu fyrir skjólstæðinga“ ásamt bakgrunnsspurningum sem tengdust reynslu af dáleiðslu. Eins var markmið rannsóknarinnar að þáttagreina íslenska þýðingu Valencia kvarðans í íslensku úrtaki. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 66 sálfræði- og verkfræðinemar við Háskóla Íslands á aldrinum 20 – 55 ára, meðalaldur var 25 ár. Nemendum var skipt í tilraunahóp og samanburðarhóp en nemar í tilraunahóp fengu fræðslu um dáleiðslu á blaði sem þeir lásu áður en þeir svöruðu viðhorfskönnuninni. Samanburðarhópur hlaut hinsvegar enga fræðslu um dáleiðslu. Tilgátur rannsóknarinnar voru að nemendur sem fengu fræðslu og höfðu persónulega reynslu af dáleiðslu hefðu almennt jákvæðari viðhorf til dáleiðslu. Þáttagreining á Valencia kvarðanum sýndi að hann er gott mælitæki á viðhorfum fólks til dáleiðslu. Niðurstöður gáfu til kynna að fræðsla um dáleiðslu geti leitt til betra og nákvæmara viðhorfs til dáleiðslu. Eins leiddu niðurstöður í ljós að þeir sem þekkja einhvern sem hefur verið dáleiddur hafa jákvæðari viðhorf til dáleiðslu.

Samþykkt
18.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sólveig Ragna.ritgerð.pdf336KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna