ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12180

Titill

Flúormengun í gróðursýnum frá álverinu í Straumsvík

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Í þessu verkefni er leitast við að finna út hvort það sé einhver áberandi munur á flúormagni í gróðursýnum sem eru tekin í vissum radíus frá álverinu í Straumsvík. Stuðst er við skýrslu sem er unnin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem ber heitið Fluorine Investigation in the Vicinity of ISAL-Alcan Iceland Ltd.; complete data from the laboratories 2009 og gróðurskýrslu frá 1990 til 2009 sem er einnig frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram sem meðaltalsgildi, en í þessu verkefni verða mældu gildin tekin beint út og teiknuð upp á línurit.
Valdir voru nokkrir punktar af þeim sem sýnatökur hafa farið fram á. Í þessu verkefni voru valdir fimm punktar fyrir trjágróður og fjórir punktar með sýnum af grasi. Allir punktarnir með trjágróðri voru í 3,7 km fjarlægð og upp í 5.0 km radíus frá álverinu í Straumsvík. Punktarnir fyrir sýni flúormagns í grasi voru í 5,2 km fjarlægð til 9,9 km radíus frá álverinu.
Þegar búið var að skoða alla þessa punkta og bera þá saman við meðaltalsgildi sem eru sett fram í gróðurskýrslu frá 1990 til 2009 kom í ljós að ekki voru miklar sveiflur í magni flúoríðs í einstaka punkti.

Samþykkt
18.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Viðskipta og raunv... . í gróðurs..pdf1,22MBOpinn  PDF Skoða/Opna