is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12182

Titill: 
  • Ímynd Reykjanesbæjar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðar þessarar er að kanna ytri ímynd Reykjanesbæjar eða ímynd sveitarfélagsins í hugum íbúa utan Reykjanesbæjar og hvort viðhorf fólks sé ólíkt eftir því hvort það búi á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Farið er í gegnum það hversu mikilvægt ímyndar- og markaðsstarf er fyrir sveitarfélög almennt.
    Helstu niðurstöður voru þær að ímynd fólks búsett utan Reykjanesbæjar er ekki góð gagnvart Reykjanesbæ. Neikvæðir þættir voru áberandi en þó má segja að ímynd bæjarins sé nokkuð fjölbreytt. Búseta þátttakenda virtist ekki hafa áhrif á viðhorf þeirra til sveitarfélagsins og ekki skipti máli í niðurstöðum hvort þátttakendur höfðu komið til Reykjanesbæjar eða ekki.
    Margir jákvæðir þættir komu fram í niðurstöðum rannsóknarinnar fyrir Reykjanesbæ sem hægt er að nýta í ímyndar- og markaðsvinnu sveitarfélagsins í framtíðinni. Höfundur telur að sveitarfélög þurfi almennt að vera meðvituð um ímynd sína til að geta nýtt að fullu sérstöðu og styrkleika sína því mikil tækifæri eru til staðar. Það er mat höfundar að rannsókn sem þessi geti orðið til þess að hægt sé að vinna í að bæta stöðu sveitarfélagsins því það er mikilvægt að hlusta á viðhorf aðkomufólks til að geta séð hina réttu ytri ímynd sveitarfélagsins.
    Lykilorð: Ímynd, sveitarfélag, viðhorf, markaðssetning, Reykjanesbær

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 9.6.2015.
Samþykkt: 
  • 18.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Útdráttur.pdf175.58 kBOpinnÚtdráttur / AbstractPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf62.66 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Ímynd Reykjanesbæjar.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna