is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12189

Titill: 
  • Ráðningarferlið : áhrif á starfsánægju og starfsmannaveltu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannauðsstjórnun er hugtak sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarin ár og snýr í megindráttum að stjórnun starfsfólks. Þar sem starfsfólkið er sú auðlind fyrirtækja sem einna mestu máli skiptir er mikilvægt að vanda vel til verka þegar ráða á nýja starfsmenn. Í fyrstu þarf að setja upp starfsgreiningu til þess að auka líkur á að sá hæfasti sé ráðinn í starfið. Því næst er farið af stað í öflun umsækjenda og mat á þeim. Ráðningarferlið getur verið langt eða stutt, allt eftir því um hvernig fyrirtæki er að ræða og í hvaða stöðu á að ráða. Vel skilgreint ráðningarferli getur minnkað starfsmannaveltu en í miklum mæli getur starfsmannavelta verið skaðleg starfsemi fyrirtækja. Hæfileg starfsmannavelta getur aftur á móti haft jákvæð áhrif. Starfsánægja er einnig mikilvægur þáttur í starfi þar sem sýnt hefur verið fram á að hún hefur áhrif á frammistöðu í starfi.
    Rannsókn var gerð meðal starfsmanna þriggja grunnskóla á Suðvesturlandi þar sem reynt var að fá svör við því hvort uppbygging ráðningarferlis gæti haft áhrif á starfsmannaveltu og starfsánægju. Tekin voru viðtöl við skólastjóra þar sem spurt var um uppbyggingu ráðningarferlis og starfsmannaveltu. Því næst var könnun lögð fyrir starfsmenn þar sem spurt var um upplifun þeirra af ráðningarferlinu ásamt starfsánægju.
    Helstu niðurstöður eru þær að ekki er hægt að benda á ákveðna þætti í ráðningarferlinu sem hafa greinileg áhrif á starfsánægju. Ráðningarviðtalið virðist henta vel og eru starfsmenn sáttir við uppbyggingu þess. Engin fylgni mælist samt á milli viðtalsins og starfsánægju. Vísbendingar eru um að starfsþróun hafi áhrif á starfsánægju. Flestir starfsmenn segjast vera frekar eða mjög ósáttir með laun sín og aðeins 22% segjast hafa fengið nýliðafræðslu. Samt sem áður hefur starfsmannavelta innan grunnskólanna verið lág undanfarin ár, aðeins 2-5%.
    Lykilorð:
    Mannauðsstjórnun, starfsgreining, ráðningarferli, starfsmannavelta, starfsánægja

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 14.5.2020.
Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ráðningarferlið - Lokaskjal.pdf1.2 MBOpinnPDFSkoða/Opna