is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12194

Titill: 
  • Innleiðing heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun í leikskólum: Áhrif á vinnubrögð starfsfólks og hegðun barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fólst í að athuga áhrif innleiðingar heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun (e. School-Wide positive behavior support – SW-PBS) á vinnubrögð leikskólastarfsfólks og hegðun leikskólabarna. Sjálfsmatskvarði og beinar áhorfsmælingar voru notaðar til að meta áhrif innleiðingar. Einnig var kannað samræmi á milli þessara tveggja matsaðferða. Rannsóknin fór fram í fimm leikskólum í Reykjavík. Samanburður var gerður á milli leikskóla sem eru að innleiða heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun (tilraunahópur) og leikskóla sem eru ekki að innleiða heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun (samanburðarhópur). Þátttakendur í tilraunahópnum voru 29 leikskólastarfsmenn og 185 börn af tveimur leikskólum. Þátttakendur í samanburðarhópnum voru 34 leikskólastarfsmenn og 227 börn af þremur leikskólum. Gerðar voru 2 mælingar á hvern starfsmann, annars vegar í samverustund og hins vegar í hádegismat í hvorum hópi fyrir sig, sem eru 126 tíu mínútna mælingar í heildina. Helstu niðurstöður sýndu tölfræðilega marktækan mun á milli hópa á eftirfarandi breytum: hunsun fyrir óæskilega hegðun, að reglur væru sýnilegar, notkun starfsfólks á áminningum um reglur til að fyrirbyggja óæskilega hegðun og útskýringum á mikilvægi reglna, meðferðarheldni og að þriggja liða styrkingarskilmála væri lokið á rangan hátt. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur á milli hópa á eftirfarandi breytum: skýrar væntingar um hegðun, jákvæð athygli, hrós og hunsun fyrir æskilega hegðun, neikvæð athygli og óheil athygli fyrir óæskilega hegðun. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að meðferðarheldni var rúmlega 23% og lítið samræmi var á raunnotkun aðferða heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun og þeim aðferðum sem starfsfólk taldi sig nota.
    Lykilorð: Sálfræði, Atferlismótun, Leikskólar, Hegðunarvandamál, Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun, Samskipti, Starfsfólk

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna