is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12208

Titill: 
  • Afleiðuviðskipti með gjaldeyri : myndu íslenskir aðilar njóta góðs af notkun alþjóðlegra staðla í skilmálum vegna afleiðuviðskipta?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta rannsóknarverkefni fjallar um skilmála vegna samninga um afleiðuviðskipti með gjaldeyri. Áhugi var á að vita hvort skilmálar stóru íslensku bankanna þriggja væru sambærilegir við alþjóðlega staðlaða samningsskilmála ISDA. Ef mismunur væri þar á milli að skoða nánar í hverju hann fælist og hvaða áhrif hann hefði á uppgjör samninga í kjölfar atburða eins og þeirra sem áttu sér stað hérlendis haustið 2008. Einnig var talið áhugavert að skoða hvort skilmálar bankanna hefðu breyst að einhverju leyti eftir hrunið.
    Aflað var upplýsinga frá hérlendum aðilum sem hafa unnið með afleiðusamninga og komið að úrlausn ágreiningsefna nú. Þá voru skoðaðir markaðsskilmálar bankanna, dómar sem fallið hafa á síðustu misserum og tvær rannsóknarskýrslur sem fjalla um málið að einhverju leiti. Að auki var stuðst við ýmsar tölulegar upplýsingar og umfjöllun í tímaritum, innlendum og erlendum.
    Helstu niðurstöður eru þær að í íslensku skilmálana vantaði sárlega nákvæmari ákvæði um hvernig bæri að hátta uppgjöri við snemmbæra uppsögn við mismunandi aðstæður og hvergi var gert ráð fyrir að bankinn gæti ekki staðið við sitt. Þá er einnig grundvallar munur á anda skilmálanna þar sem báðir aðilar hafa sömu réttindi og skyldur samkvæmt ISDA en ekki er að sjá að slíkt sé tryggt í skilmálum íslensku bankanna. ISDA-skilmálarnir eru ekki fullkomnir en þar er margt sem Íslendingar gætu byggt á til framtíðar.
    Lykilorð:
    Afleiður, mótaðilaáhætta, gengisáhætta, skilmálar, Rammasamningur ISDA

  • Útdráttur er á ensku

    This research concerns terms and conditions in currency derivative contracts: specifically whether the terms and conditions used by the three largest Icelandic banks are comparable with international standards as embodied in the ISDA Master Agreement. The author reviewed major areas of discrepancy between the Icelandic and ISDA agreements to determine what influence these discrepancies might have had on contract settlement in the wake of market disrupting events such as the Icelandic financial crisis of 2008. The research also explored whether the terms and conditions in Icelandic currency derivative contracts have been updated in the wake of the 2008 crisis.
    The author gathered information from parties on both the buy side and sell side of currency derivative contracts executed in Iceland. In addition, the author reviewed marketing terms and conditions of the selling parties, relevant recent legal judgments, and two reports by crisis investigators as well as quantitative information about the currency derivative markets and articles from both domestic and foreign periodicals.
    The main conclusions are that the Icelandic agreements broadly lack provisions for the event of early settlement and none has provisions to handle the case where the selling party (bank) does not meet its obligations under the agreement. There is also a fundamental difference in the spirit of the agreements: under the ISDA Master Agreement both parties enjoy the same rights and bear the same responsibilities but this reciprocity is not to be found in the Icelandic agreements. The ISDA Master Agreement is not perfect but it has many aspects that domestic currency derivative contracts should seek to embody as Icelandic finance rebuilds for the future.
    Key words:
    Derivatives, counterparty credit risk, currency risk, terms and conditions, ISDA Master Agreement.

Samþykkt: 
  • 19.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afleiðuviðskipti með gjaldeyri.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna