ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12212

Titill

Þróun mannauðsstjórnunar og staða hennar í upplýsingatæknifyrirtækjum

Skilað
Maí 2012
Útdrættir
 • Í þessari ritgerð er fjallað um þróun mannauðsstjórnunar og henni gerð ítarleg skil. Það er fjallað um upphaf hennar og atburði sem urðu til þess að gjörbreyta vinnuaðstæðum starfsfólks. Þá er farið yfir helstu kenningasmiði, viðfangsefni hennar og gert grein fyrir mismunandi þroskastigum hennar. Ennfremur er fjallað um stöðu mannauðsstjórnunar í upplýsingatæknigeiranum í dag í fræðilegu samhengi.
  Leitað var til þriggja upplýsingatæknifyrirtækjanna til að varpa ljósi á stöðu mannauðsstjórnunar í greininni. Tekin voru viðtöl við mannauðsstjóra eða þá sem fara með stjórn mannauðsmála í fyrirtækjunum til að nálgast þeirra mat á stöðunni.
  Niðurstöður rannsókna urðu þær að fyrirtækin stóðu vel að sínum mannauðsmálum, starfsánægja var mikil og út frá mismunandi þroskastigum mannauðsstjórnunar voru þau á réttum stað miðað við fjölda starfsmanna.
  Starfsfólk upplýsingatæknifyrirtækja býr yfir mikilli sérþekkingu, launakostnaður er langstærsti útgjaldaliður fyrirtækjanna og starfsmannavelta er fyrirtækjunum kostnaðarsöm. Þessir þættir gera það að verkum að mannauðsstjórnun er í dag ómissandi fyrir fyrirtækin ætli þau sér stóra hluti.
  Rannsóknin bendir einnig til þess að framtíðarhorfur í greininni séu góðar fyrir starfsfólkið því viðmælendur gera ráð fyrir betri kjörum þeirra, betri starfsskilyrðum og meiri sveigjanleika.
  Lykilorð: Viðskiptafræði, starfsmannastjórnun, mannauðsstjórnun, fyrirtækjamenning, starfsánægja

 • en

  This thesis focuses on the development of human resource management, analyzing its origins and covering events that transformed working conditions permanently. Main theoreticians are addressed and the different developmental stages are explained with the help of Kearn’s HRM Maturity scale. Furthermore, it discusses the status of human resource management in the IT sector today in an academic context.
  Three IT companies were approached to shed a light on the situation of human resource management in the sector. Human resource managers or those in charge of human resource management at the companies were interviewed to get their assessment of the situation.
  The results of these studies show that the companies were performing well when it comes to human resource management, job satisfaction was high and they were well placed on the human resource management maturity scale based on the number of employees.
  Employees of the IT companies have a wide range of expertise. Salaries are by far the biggest item of expenditure for the companies and staff turnover is costly. As a result, human resource management is now essential for the IT companies if they are planning on doing bigger things.
  The study also suggests that the employees prospects are good in the industry. Interviewees expect better wages, better working conditions and greater flexibility.
  Keywords: Business administration, personnel management, human resource management, organizational culture, job satisfaction.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til 21.5.2032.

Samþykkt
19.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf56,9KBLæst til  21.5.2032 Efnisyfirlit PDF  
Heimildaskrá.pdf122KBLæst til  21.5.2032 Heimildaskrá PDF  
Viðaukar.pdf120KBLæst til  21.5.2032 Viðauki PDF  
Þróun mannauðsstjó... .pdf466KBLæst til  21.5.2032 Heildartexti PDF