is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12237

Titill: 
  • Einelti : birtingarmyndir eineltis á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir gerendur og þolendur. Í þessari ritgerð verður leitað svara við því hvert er umfang eineltis á Íslandi, hverjar eru orsakir þess og hverjar afleiðingarnar eru bæði fyrir gerendur og þolendur. Einnig verður litið á aðferðir til að bregðast við einelti og þá sérstaklega horft til Olweusáætlunarinnar sem notast hefur verið við í mörgum skólum og að því er virðist með ágætum árangri. Á sama tíma er hins vegar skýr vísbending um að Olweusáætlunin ein og sér sé ekki nægjanleg til að koma algerlega í veg fyrir einelti. Þar getur til dæmis komið til sú áhersla sem þar er lögð á hlutverk foreldra sem ekki eru alltaf í stakk búin eða hæf til til að sinna sínu hlutverki. Einnig gæti skipt máli að einelti kemur fram með ýmsum hætti og í ýmsum myndum og er ekki nema að hluta til bundið við skólann. Til þess að meta umfang eineltis eru gerðar rannsóknir á vegum Olweus áætlunarinnar með reglulegu millibili sem hafa gefið góða mynd af eineltismálum á Íslandi. Áhugavert er einnig að skoða muninn á einelti og venjulegri stríðni og líta um leið á nýja tegund eineltis sem virðist vera að færast í aukana, sem er rafrænt einelti. Gerendur í eineltismálum hafa í gegnum tíðina orðið undir í allri umfjöllun um einelti. Þegar skoðað er betur hver hinn raunverulegi gerandi sé og hverjar ástæður hans eru til að leggja í einelti er greinilega hægt að sjá að hegðun gerenda er oft á tíðum mörkuð af tilfinningaleysi í garð þolenda og jafnvel skorti á greind til að vita hvað sé rétt og rangt. Gerendur virðast einnig skorta jákvætt viðhorf gagnvart félagslegum athöfnum og eiga það til að mistúlka jafningja samskipti og bregðast við á ofbeldisfullan hátt. Það virðist einnig líklegra að gerendur komi frá fjölskylduaðstæðum sem einkennast af köldu viðmóti, tilfinningaleysi og ofbeldi. Þeir foreldrar sem sýna andfélagslega hegðun eru líklegri að ala af sér ofbeldisfull börn.

Samþykkt: 
  • 20.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einelti- Birtingarmyndir eineltis á Íslandi.pdf382.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna