is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12241

Titill: 
  • Hegðun barna og agastefnur í leikskólum : uppeldi til ábyrgðar og SMT skólafærni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar B.Ed. ritgerðar er hegðun barna og agastefnur í leikskólum. Þegar unnið er með börnum, hvort sem þau eiga við hegðunarerfiðleika að stríða eða ekki, er mikilvægt að hafa góð verkfæri í höndunum svo annað hvort megi vinna með hegðunina eða koma í veg fyrir að hegðun verði vandamál. Til þess má nota ýmsar agastefnur en það er alltaf að færast í aukana hér á landi að unnið sé markvisst með agastefnur í leikskólum. Í ritgerðinni er fjallað um hegðun barna og þætti sem hafa áhrif á hana svo sem refsingar, umbun, hrós, samstarf heimilis og skóla og hegðunarstjórnun í leikskólum. Teknar eru fyrir agastefnurnar SMT skólafærni og Uppeldi til ábyrgðar og lauslega farið yfir þrjár aðrar agastefnur sem gætu nýst í leikskólastarfi en það eru 1-2-3 töfrar, SOS hjálp fyrir foreldra og Ég get aðferðin. Í lokin eru stefnurnar bornar saman og leitast við að svara rannsóknarspurnignunni sem er: Með hvaða hætti má nýta agastefnur til að bæta hegðun og koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika leikskólabarna? Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að stefnurnar hafa bæði lík og ólík einkenni, en sé unnið markvisst með hverja þeirra sem er, henta þær allar til þess að bæta hegðun barna og koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika á leikskólum.

  • Útdráttur er á ensku

    This B.Ed. thesis discusses children's behavior and disciplinary approaches in preschools. When working with children, both the ones who are dealing with behavioral problems and those who are not, it is important to have good resources to deal with their behavior and/or to prevent a behavior from becoming a problem. In doing so various disciplinary approaches are available and they are increasingly and systematically being used in Icelandic preschools. The thesis discusses children's behavior and elements that affect it such as punishments, rewards, praise, cooperation between school and home and disciplinary management in preschools. The main focus of this thesis is on two disciplinary approaches which are; School management training and Restitution. Three other approaches that can be useful in the preschool environment will also be briefly looked at, they are; 1-2-3 magic, SOS help for parents and the I can approach. In the end the different approaches will be compared in order to answer the research question: In what way can disciplinary approaches be used to improve children behavior and prevent behavioral problems in preschools? The findings of this thesis show that the two approaches are different but also have some common features, if they are systematically applied, they can all be used to improve behavior and prevent behavioral problems in preschools.

Samþykkt: 
  • 20.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur B.Ed ritgerð.pdf722.05 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna