ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1227

Titill

Iktsýki, streita og tileinkun bjargráða eftir áföll : fyrirbærafræðileg rannsókn frá sjónarhóli iktsjúkra

Útdráttur

Á Íslandi eru um 2100 konur og 900 karlar greind með sjálfsónæmissjúkdóminn
iktsýki og veldur hann mörgum þeirra ómældri þjáningu. Rannsóknir á orsökum
iktsýkinnar benda til þess að tilhneigingin til að fá sjúkdóminn erfist og með tilkomu
óþekktra umhverfisþátta leysist gigtin úr læðingi. Minna hefur verið rannsakað hvaða
þættir hafa áhrif á líðan iktsjúkra eða hvaða bjargráð þeir tileinka sér eftir alvarleg
sálræn áföll. Rannsakandi ákvað í ljósi þessa að auðga þekkinguna sem fyrir er með
því að gaumgæfa upplifun iktsjúkra sjálfra af: a) hvað leysti sjúkdóminn úr læðingi, b)
áhrifum langvarandi streitu á sjúkdómseinkenni og c) hvaða bjargráð þeir tileinkuðu
sér eftir alvarleg áföll.
Rannsóknin er fyrirbærafræðileg og fylgt var aðferð Vancouver-skólans sem einkum
byggir á fyrirbærafræði og túlkunarfræði. Gagna var aflað með átján samræðum við
átta manns með iktsýki sem einnig höfðu reynslu af áföllum, s.k. tilgangsúrtak. Það
eykur trúverðugleika rannsóknarinnar að túlkun orðræðu og niðurstöður voru bornar
undir meðrannsakendur til að fá staðfestingu á að skilningur og túlkun rannsakanda
væri rétt.
Meginþemu sem komu í ljós:
1) Flestir lýstu því að meiriháttar streita af líkamlegum eða sálrænum toga hefði leyst
sjúkdóminn úr læðingi.
2) Sjúkdómurinn „blossaði upp“ við langvarandi streitu. Samskipti m.a. við
heilbrigðisstarfsmenn var einn þeirra þátta sem olli langvarandi streitu.
3) Meginbjargráðið var „að ekki gefast upp“, rannsakandi túlkar það sem þolgæði og
ákveðnir þættir ýmist styrktu eða veiktu þolgæðið.
Niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að greina iktsýki fljótt og bregðast markvisst
við áhrifaþáttum á sjúkdómsþróun. Brýnt er að heilbrigðisstarfsmenn líti í eigin barm
v
Iktsýki, streita og tileinkun bjargráða eftir áföll
og hugi að sjálfsvitund og samskiptahætti sínum. Uppeldislegur þáttur: „þú átt að
standa þig“ gerði að verkum að samræðufélagar veigruðu sér við að leita eftir hjálp,
jafnvel til nákominna við alvarleg sálræn áföll.
Það er tímabært að efla grunnstoðir samfélagsþjónustunnar gagnvart iktsjúkum og
þolendum alvarlegra sálrænna áfalla. Bjóða þarf upp á heilsugæsluþjónustu, í
samstarfi við gigtarsérfræðinga og Gigtarfélag Íslands, sem byggist á teymisvinnu og
sjálfshjálparhópum.
Það er tilvinnandi að fyrirbyggja óþarfa líkamlega og andlega þjáningu með fræðslu
um eðli og úrvinnslu alvarlegra sálrænna áfalla. Aukið heilsulæsi myndi gera fólk
dómbært á úrræði og hvenær þörf sé fyrir sérfræðihjálp. Fyrir þolendur alvarlegra
sálrænna áfalla er álitlegur kostur að huga að auknu samstarfi heilsugæslu við presta
og djákna landsins.
Þessi úrræði gætu bætt lífsgæði fólks, stuðlað að aukinni samfellu í þjónustu, dregið úr
lyfjakostnaði ásamt því að gera heimsóknir til gigtarsérfræðinga og geðlækna
markvissari.
Meginhugtök: Iktsýki, alvarlegt sálrænt áfall, langvarandi streita, tileinkun bjargráða.

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sigríður Jónsdótti... .pdf1,35MBOpinn Iktsýki - heild PDF Skoða/Opna