ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12273

Titill

Er 3,5% raunvaxtaviðmið lífeyrissjóðanna raunhæft til framtíðar?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort 3,5% vaxtaviðmið lífeyrissjóða sé raunhæft til framtíðar. Einnig er leitast við að kanna hvort grunnforsenda í tryggingafræðilegri úttekt sjóðanna um að núvirða eignir og skuldbindingar á sömu ávöxtunarkröfu standist ásamt því að kanna áhrif mismunandi vaxtaviðmiða á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna. Lífeyriskerfið í heild sinni verður skoðað og gerður samanburður á öðrum lífeyriskerfum ásamt því að taka fyrir helstu lífeyrissjóði landsins með tilliti til áhættuþátta og verðbréfaeignar. Stuðst verður við fræðigreinar sem hafa verið birtar um efnið en lögð verður áhersla á sjálfstæða útreikninga og næmnigreiningu á helstu niðurstöðum rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður sýna að 3,5% vaxtaviðmið sjóðanna er ekki raunhæft til framtíðar og neikvæð tryggingafræðileg staða sjóðanna er stórlega vanmetin sökum of hárrar ávöxtunarkröfu. Niðurstöður sína einnig að grunnforsenda lífeyrissjóðanna stenst ekki.

Samþykkt
25.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
vaxtaviðmið lífeyr... .pdf1,39MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna