is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12276

Titill: 
  • Vitund og ímynd vörumerkja sem kosta íþróttir á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um kostanir íþrótta (e. Sports sponsorship) hér á Íslandi. Aukin umfjöllun íþrótta í fjölmiðlum hefur gert það að verkum að fyrirtæki horfa nú hýru auga til íþrótta sem leið til þess að ná athygli fólks.
    Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um markaðssetningu íþrótta, kostun þeirra og hvernig kostunin hefur áhrif á vitund og ímynd vörumerkja. Í seinni hlutanum er greint frá niðurstöðum rannsóknar og tölfræðiprófana. Settar eru fram tvær rannsóknarspurningar tengdar efni fræðilega hlutans og eru spurningarnar eftirfarandi:
    Hver er vörumerkjavitund fyrirtækja sem kosta keppnisdeildir íþróttasambanda?
    Hver er ímynd fyrirtækja sem kosta keppnisdeildir íþróttasambandanna?
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að vitund þátttakenda var almennt mikil á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu og körfuknattleik. Íþróttirnar hafa notið aukinnar umfjöllunar undanfarin ár og er umgjörð íþróttanna sífellt að vaxa og njóta nú mikilla vinsælda hér á landi. Niðurstöður leiddu jafnframt í ljós að það er ekki jafn mikil vitund á deildarkeppni sérsambandanna, það er að segja bikarkeppni og deildarbikarkeppni þeirra. Meiri óvissa var á meðal þátttakenda þegar spurt var um kostun fyrirtækja á bikarkeppni og deildarbikarkeppni KSÍ og KKÍ. Niðurstöður sýndu einnig að ímynd fyrirtækja sem kosta íþróttir eru almennt jákvæð og viðhorf þátttakenda gott gagnvart fyrirtækjum sem leggja íþróttum lið.

Samþykkt: 
  • 25.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_ritgerd_GFV.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna