ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1228

Titill

Fólk heldur að við séum fleiri : viðtalsrannsókn við íslenska karlleikskólakennara

Útdráttur

Efni þessarar rannsóknar er um íslenska karlleikskólakennara. Leitað er að þröskuldum
sem karlar geta hnotið um þegar þeir stíga inn í þann kvennaheim sem
leikskólakennararanám og starf er. Einnig er kannað hver áhrif samfélagslegra þátta eru,
þar með taldir fordómar, viðhorf og staðalímyndir. Leitað er að sameiginlegum
jákvæðum þáttum sem nota má til úrbóta. Þröskuldar eru tengdir þremur þemum; námi,
starfi og samfélagi og þessi flokkun ræður miklu um uppbyggingu ritgerðar.
Í fræðilegum kafla eru rannsóknir á körlum í kvennastörfum til umræðu.
Rökstudd eru líkindin á milli leikskóla og yngsta stigs grunnskóla og gripið niður í
erlendar og innlendar rannsóknir á körlum í kennslu. Helstu niðurstöður þeirra eru
flokkaðar í kafla sem meðal annars snúast um viðmótið sem karlar mæta í námi og starfi
eða vegna starfsvals, um viðhorf, fordóma og goðsagnir. Þá er leitað svara við
spurningunum hvort eigi að fjölga körlum og þá hvernig.
Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg og byggir aðallega á viðtölum en er
studd með rýnihóp og vettvangsnótum. Sagt er frá helstu atriðum í undibúningi,
framkvæmd og úrvinnslu en einnig þeim fyrirvörum sem gera þarf.
Niðurstöður eru þær helstar að karlleikskólakennarar eru fáir og þeir finna fyrir
þröskuldum í námi, starfi og samfélagi. Helstu þröskuldar eru að laun eru lág, að
leikskólar eru hluti af kvennaheimi og að þar eru fáir karlar hvort heldur sem er til að
hafa samskipti við eða til að finna fyrirmyndir. Karlleikskólakennurum er ýtt í karllæg
störf og samfélagið lætur þá finna fyrir fordómum, staðalmyndum og viðhorfum. Þeir fá
tvíbent skilaboð um veru sína á vettvangi og þversagnir skjóta upp kollinum. Þrátt fyrir
þröskuldana eru karlleikskólakennarar ánægðir í námi og starfi, Kosti starfsins segja
þeir marga.
Þröskulda í námi er hægt að yfirstíga í ljósi þess hve stuttan tíma námsárin
standa. Þröskuldar í starfi vega meira en í viðhorfum samfélagsins finnast hæstu
þröskuldarnir og þeir sem líklegastir séu til að leggja steina í götu karla.
Niðurstöður eru að mestu leyti samhljóma öðrum rannsóknum en sumt bar á
milli.

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Anna Elísa Hreiðar... .pdf542KBOpinn Fólk heldur - heild PDF Skoða/Opna