ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc í viðskiptafræði / hagfræði / sálfræði>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12281

Titill

Þróun fasteignaverðs á Íslandi borið saman við Norðurlöndin (1990-2011)

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Vegna mikilla verðsveiflna á húsnæðismörkuðum víða um heim, undanfarin ár og áratugi, hafa sérfræðingar í auknum mæli beint sjónum sínum að rannsóknum á hugsanlegum áhrifaþáttum þeirra. Þessari skýrslu er ætlað að veita nánari innsýn í verðþróun og helstu áhrifaþætti á húsnæðismarkaði tímabilið 1990-2011, bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum. Skoðaðir eru þeir hagrænu, lýðfræðilegu og þjóðfélagslegu þættir sem samkvæmt rannsóknum eru taldir hafa haft megin-áhrif á þróun húsnæðisverðs. Má þar nefna kaupmátt launa, vaxtabreytingar, framboð af lánsfjármagni, þróun nýbygginga og þætti eins og hlutfall innfluttra umfram brottflutta og mannfjöldabreytingar á vinnumarkaði. Greining á þróun húsnæðisverðs sýnir að verð hækkaði jafnt og þétt í Danmörku og Noregi frá miðjum tíunda áratugnum en húsnæðisverð í Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi fremur lítið á sama tímabili. Frá aldamótum hækkaði húsnæðisverð stöðugt í öllum löndunum. Mestu verðsveiflurnar urðu á Íslandi árin 2004-2008. Verð hefur síðustu árin haldið áfram að hækka í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en lækkað nokkuð á Íslandi og í Danmörku. Niðurstöður benda til þess að sterk tengsl séu á milli aukins framboðs af lánsfjármagni og hækkunar á húsnæðisverði. Þó sé það vart eina skýringin á miklum hækkunum. Aukið aðgengi að lánsfjármagni stuðli að meiri hækkunum á húsnæðisverði ef framboðið er aukið mikið á skömmum tíma, efnahagsástand er gott og aðhald stjórnvalda lítið. Jafnframt benda niðurstöður til þess að mikil og hröð fólksfjölgun geti ýtt undir verðhækkanir til skamms tíma en til lengri tíma litið geti skortur á nýbyggingum og lóðum stuðlað að hækkunum á húsnæðismarkaði.

Samþykkt
25.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS lokaeintak 3.pdf1,08MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna