ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Viðskiptadeild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12317

Titill

Úttekt á helstu áhættuþáttum hjá Marel hf.

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Markmið þessarar skýrslu er að auka yfirsýn stjórnanda hjá rekstrarfyrirtæki á rísandi áhættuþáttum sem snúa að rekstri þess. Við uppsetningu skýrslunnar verður stuðst við áhættuúttekt sem byggð er á innra matsferli fjármálafyrirtækja á lágmarks eiginfjárþörf samkvæmt alþjóðlegu Basel II reglunum. Innra matsferli Basel II reglnanna nefnist ICAAP og er tilgangur þess að draga fram helstu áhættur í rekstri, meta umfang þeirra og stærðargráður og meta hvernig hægt er að mæta þessum áhættum án þess að setja rekstrarhæfni fjármálafyrirtækisins í hættu .
Miðað við afleiðingar efnahagslægðarinnar, sem Vesturlöndin gengu nýverið í gegnum, telst líklegt að aukin áhersla verði lögð á áhættustýringu innan fyrirtækja. Skýrsla sem þessi getur því talist gagnleg viðbót við áhættustýringu innan rekstrarfyrirtækja.
Í eftirfarandi skýrslu var fyrirtækið Marel hf. skoðað, en það rekur uppruna sinn til Háskóla Íslands. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og felst starfsemi þess fyrst og fremst í framleiðslu á verkunarvélum fyrir matvælaiðnað. Rekstrarhorfur fyrirtækisins eru góðar, þar sem ætla má aukinn vöxt á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á.
Fyrirtækið þarf að huga að fjölda áhættuþátta sem það getur orðið fyrir og má þar nefna markaðsáhættu, útlánaáhættu, rekstraráhættu, lausafjáráhættu, sem og aðrar áhættur. Í skýrslunni voru skoðuð möguleg áhrif ofangreindra áhættuþátta á rekstur fyrirtækisins.
Framkvæmdar voru næmnigreiningar, eins og hagnaður í húfi (e. earnings at risk), fjármagnsáætlun með mismiklum efnahagslegum niðursveiflum, álagsprófanir og sviðsmyndagreining. Auk þess var lagt mat á helstu áhættur í rekstri og metnar voru gjaldþrotalíkur fyrirtækisins með líkani Merton og Altman Z-score.
Helstu niðurstöður skýrslunnar sýna að rekstur fyrirtækisins er einkar næmur fyrir breytingum á sölu- og kostnaðarverði seldra vara. Að öðru leyti er fyrirtækið vel í stakk búið til þess að mæta öllum áhættuþáttum sem geta myndast miðað við núverandi fjárhags- og peningastöðu, þegar tekið er tillit til notkunar lánalína.

Samþykkt
26.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Úttekt á helstu áh... .pdf1,63MBOpinn  PDF Skoða/Opna