is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12340

Titill: 
  • Trúmálakafli stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglan
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um trúmálagreinarnar í stjórnarskrá Íslands en það eru 62., 63. og 64. gr. auk þess fjallar hún um 65. gr. hennar en í henni birtist regla sem kölluð hefur verið jafnræðisreglan. Í 62. gr. er mælt fyrir um kirkjuskipan fyrir Ísland þar sem segir að hin evangelíska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi. Í 63. og 64. gr. er trúfrelsið verndað, hins vegar hefur því verið haldið fram að svo sérstök verndun sem stjórnarskráin veitir þjóðkirkjunni í 62. gr. brjóti gegn trúfrelsisgreinunum og 65. gr. varðandi jafnræði trúfélaga. Talað hefur verið um að stjórnarskráin eigi að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til þess að lifa efir þeirri lífsskoðun eða trú sem þeir velja og af þeim sökum eigi stjórnarskráin að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að svokölluðum lífsskoðunarfélögum hefur hingað til ekki verið veitt sambærileg staða og trúfélögum. Um trúfélög hafa gilt lög um skráð trúfélög sem hafa veitt þeim ákveðin réttindi og skyldur þar á meðal rétt til sóknargjalda en hingað til hefur lífsskoðunarfélögum ekki verið veittur réttur til samskonar skráningar. Nú liggur hins vegar fyrir frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um skráð trúfélög þar sem lífsskoðunarfélögum verður veitt sambærileg staða og trúfélögum ef það gengur i gegn. Helstu niðurstöður eru þær að eins og staðan er í dag þá sýnir túlkun á alþjóðasáttmálum varðandi trúfrelsi, m.a. með dómum Mannréttindadómstóls Evrópu, að þjóðkirkjufyrirkomulagið brjóti ekki gegn jafnræðisreglunni. Á meðan meirihluti þjóðarinnar tilheyrir þjóðkirkjunni sé ekki endilega tilefni til þess að afnema þjóðkirkjufyrirkomulagið nema það sé vilji þjóðarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to discuss the “religious articles” in the Icelandic constitution, i.e articles 62., 63. and 64th article. The thesis will also discuss article 65 in the constitution, as that article includes a “rule” which has been called “the equality rule”. In article 62, it is stated that the evangelist – Lutheran church should be the national church of Iceland. In article 63 and 64, the freedom of religion is protected. However, it has been claimed that the special protection which the Icelandic constitution provides the national church contradicts the freedom of religion articles as well as article 65 regarding equality of religious groups/entities. It has been discussed that the constitution should secure peoples freedom and should protect their rights to live their lives by their personal philosophy or the religion they choose. Because of this, the constitution should be neutral and independent from any religion. It has also been criticized that so-called “life philosophy” organizations have not been granted the same status as religious groups. There are laws regarding registered religious groups which have given those groups certain rights and duties, but to this date, the life philosophy groups have not been given the right to have a similar registration of their groups. At this moment there is a bill which has been presented to Alþingi regarding changes to the laws on registered religous groups, where „life philosophy groups“ will be given the same status as the religous groups, if it gets approved. The main conclusions are, that as the situation is today the interpretation of international agreements e.g. the European court of Human rights, regarding freedom of religion, the Icelandic national church does not break the equality rule mentioned above. While the majority of the icelandic nation belongs to the national church there is not cause to abolish the national church definition, unless it is the will of the nation.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á ensku Verkefnið er lokað til 16.5.2014.
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf6.26 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf80.89 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Ritgerð heild.pdf432.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna