is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1234

Titill: 
  • Tjáning próteina í methicillin og gentamicin ónæmum staphylococcus aureus stofni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Örverur hafa alltaf verið og munu að öllum líkindum alltaf vera partur af
    lífi okkar. Í daglegu tali er fólk ekki að velta þeim mikið fyrir sér, fólk veikist,
    maturinn skemmist og fáir spá í hinum raunverulegu sökudólgum. Síðan eru
    þeir sem að leita að sökudólgunum, meta þá og leita leiða til að hemja þá eða
    drepa. Í dag eru margar aðferðir sem eru notaðar til að finna örveruhemjandi
    eða eyðandi efni. Það er þó ekki nóg að geta búið til efnin, því það þarf að vita
    hvað efnin eiga að virka á í örverunni og þar kemur greining á
    próteinmengjum með tvívíðum rafdrætti til sögunnar.
    Með því að greina próteinmengi lífvera er hægt að bera kennsl á þau
    prótein sem að lífveran er að tjá undir vissum aðstæðum. Síðan er hægt að nota
    þessi mengi til að bera saman tjáningu á próteinum við mismunandi aðstæður
    hjá sömu lífverunni og þannig má sjá hvað það er sem að breytist í
    lífeðlisfræðilegum ferlum lífverunnar við breytingar á umhverfisaðstæðum.
    Sú vitneskja sem við öðlumst með að skoða próteinframleiðslu lífvera er
    að mörgu leyti grundvöllur fyrir því að geta búið til efni sem eiga að hafa áhrif
    á lífveruna. Þegar við vitum hvaða framleiðslu í lífverunni þarf að stöðva eða
    auka til að fá þá eiginleika fram sem við viljum, þá getum við einbeitt okkur
    að því að finna þau efni sem geta haft þau áhrif.
    Í þessu verkefni var markmiðið að rækta upp S. aureus stofn sem er
    ónæmur fyrir sýklalyfjunum, methicillin og gentamicin, einangra prótein úr
    stofninum við mismunandi ræktunarskilyrði og gera samanburð á
    próteinframleiðslu við þessi ólíku skilyrði. Þar sem aðferðafræðin sem var
    notuð í verkefninu er ekki fullkomnuð var partur af verkefninu að reyna að
    fullkomna hana ásamt því að læra á þau tæki sem þarf að nota í ferlinu.
    Heimildarvinna skipaði einnig stóran sess þar sem nauðsynlegt var að vita
    hvar þessar rannsóknir væru staddar á þeim tímapunkti og hvað væri komið út
    úr þeim enn sem komið var.
    Lykilorð: Próteinmengi, próteinframleiðsla, umhverfisaðstæður,
    einangrun, samanburður.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn Indiana Lúthersdóttir.pdf1.54 MBOpinnTjáning próteina - heildPDFSkoða/Opna