is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12350

Titill: 
  • Stéttarfélög og sjóðir þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar BA ritgerðar er að leita svara við þeirri spurningu hver séu tilgangur og hlutverk þeirra sjóða sem starfræktir eru innan vébanda stéttarfélaganna en til þeirra hefur verið stofnað annars vegar með kjarasamningum og hins vegar með lögum. Við lausn á þeirri spurningu nálgaðist höfundur efnið út frá tveimur ólíkum sjónarhornum.
    Annars vegar verður álitaefnið skoðað með hliðsjón af sögu stéttarfélaga og lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá verður jafnframt gerð grein fyrir því hvernig íslenskur vinnumarkaður skiptist í tvennt, þ.e. í svokallaðan almennan vinnumarkað og opinberan og litið til þess hvort ólíkar reglur gilda um sjóði stéttarfélaga á hvoru sviði.
    Hins vegar voru hinir ólíku sjóðir stéttarfélaga kannaðir en þeir eru sjúkrasjóður, orlofssjóður, fræðslusjóður, endurhæfingarsjóður og vinnudeilusjóður. Sjóðirnir voru rannsakaðir út frá lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og lögum nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Komist er að þeirri niðurstöðu að atvinnurekendum ber samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980 að halda eftir iðgjaldi af launum starfsmanna sinna sem greiðslu félagsgjalds eða vinnuréttargjalds til viðkomandi stéttarfélags, með öðrum orðum greiðir starfsmaðurinn fyrir það með þessum gjöldum að starfa eftir þeim kjarasamningi sem gildir um viðkomandi starfsstétt. Jafnframt var komist að þeirri niðurstöðu að samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980 ber öllum atvinnurekendum að greiða í fræðslusjóð atvinnulífsins, sjúkrasjóð og orlofssjóð, óháð aðild að samtökum atvinnurekenda. Samkvæmt norrænum rétti er Ísland eina landið af Norðurlöndunum sem samið hefur í kjarasamningum og síðan lögfest um starfrækslu sjóða stéttarfélaga.

Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stéttarfélög og sjóðir þeirra.pdf440.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna