ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Ráðstefnurit>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12370

Titill

Lýðræðisleg þátttaka kennara af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum

Útgáfa
2011
Útdráttur

Greinin fjallar um fyrstu niðurstöður rannsóknar á þátttöku kennara af ólíkum uppruna í þróun skólastarfs og ákvarðanatöku í leik- og grunnskólum. Rannsóknin sem gerð var vorið 2011 fól í sér rýnihópaviðtöl við kennara af erlendum uppruna í þremur leikskólum og tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennara- og nemendahópar eru fjölbreyttir hvað varðar uppruna, tungumál og trúarbrögð. Einnig voru tekin hálfskipulögð viðtöl við skólastjóra í sömu skólum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig lýðræðisleg þátttaka kennara af erlendum uppruna birtist í íslenskum leik- og grunnskólum og hvernig fjölbreytileikinn endurspeglast í skólunum. Fræðilegur bakgrunnur er einkum sóttur í skrif um jöfnuð og þátttöku í skólum og fjölbreytta kennara- og nemendahópa. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennarar af erlendum uppruna hafi almennt góða möguleika til þátttöku í þróun skólastarfs. Almennt telja þeir sig eiga hlutdeild í skólastarfinu og telja það vera á jafnréttisgrundvelli. Þó að árekstrar komi upp í skólunum, m.a. á grundvelli ólíkra gilda og uppeldishugmynda, hafa skólastjórar í flestum tilvikum tekist á við þá með uppbyggilegum hætti. Jákvæð reynsla erlendu kennaranna endurspeglar í meginatriðum þau viðhorf og þá sýn sem skólastjórarnir segjast hafa til fjölbreytileikans; kennararnir líta svo á að fjölbreytt reynsla þeirra og þekking sé metin að verðleikum í skólunum.

Birtist í

Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011

Samþykkt
27.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
hannahildur.pdf277KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna