is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12376

Titill: 
  • Jákvæða sálfræðin gengur í skóla : hamingja, skapgerðarstyrkleikar og lífsleikni
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Svokölluð jákvæð sálfræði nýtur brautargengis um þessar mundir. Af kenningum hennar má draga ýmsar menntunarfræðilegar ályktanir sem talsmenn hennar hafa í heild gefið heitið „jákvæð menntun“. Þessari grein er ætlað að veita gagnrýnið yfirlit um jákvæða menntun að svo miklu leyti sem hún varðar kennslu um gildi og í lífsleikni. Athygli er beint að ýmiss konar hugtakavanda sem tengist lykilhugtaki jákvæðu sálfræðinnar, hamingju, og að menntunarfræðilegum inngripum sem jákvæðu sálfræðingarnir hafa stungið upp á. Jákvæða sálfræðin er ekki komin langt á veg með að skoða skólann í heild sem stofnun. Margt hefur hins vegar þegar verið skrifað og rannsakað innan vébanda hennar um jákvæðar persónulegar hneigðir á borð við skapgerðarstyrkleika og siðferðisdygðir. Þar sem reynslugögn um þessar hneigðir eru enn ófullkomin, og þar sem rannsóknir á þeim ganga út frá umdeilanlegum siðfræðilegum forsendum, er mörgum spurningum enn ósvarað um gildi, árangur og frumleika jákvæðrar menntunar. Í þessari grein er varpað fram slíkum spurningum og reynt að svara nokkrum þeirra.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristjankr.pdf286.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna