is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12380

Titill: 
  • Félagsleg ígrundun kennaranema : leið til að vinna úr vettvangsreynslu
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á félagslega ígrundun, þ.e. ígrundun í hópum kennaranema, sem verkfæri til að efla hæfni þeirra til að takast á við erfið viðfangsefni kennara og jafnframt til virkrar þátttöku í faglegum námssamfélögum kennaranema. Auk þess er tilgangurinn að kanna hvernig þetta verkfæri fellur að nýjum áherslum í vettvangsnámi á Menntavísindasviði, heimaskólaverkefninu. Lýst er breyttri umgjörð vettvangsnáms, breyttum markmiðum og hugmyndum um leiðir til að ná markmiðunum. Fjallað er um hugtakið námssamfélag sem einkennir mörg samstarfsverkefni háskóla og almennra skóla um menntun kennara og hvernig það tengist kenningum um nám og fræðilegri umfjöllun um kennaramenntun. Greint er frá niðurstöðum tilviksathugunar þar sem könnuð var breytt sýn þátttakenda á erfið viðfangsefni kennara sem tengdist samvinnu þeirra í hópum, eða félagslegri ígrundun. Einnig var leitað svara við spurningum um hvernig bæta megi verkfærið. Benda niðurstöður til að kennaranemar geti nýtt slíkt verkfæri til að vinna úr eigin vettvangsreynslu og gefa vísbendingar um hvernig bæta megi verkfærið. Ályktun mín er sú að verkfæri af þessi tagi geti nýst í faglegum námssam- félögum sem mynda stuðningsnet um vettvangsreynslu kennaranema. En til að svo megi verða þarf að endurbæta verkfærið og efla hæfni kennaranema til að beita því.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 27.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ragnhildur.pdf326.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna