is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12397

Titill: 
  • Innra mat í íslenskum framhaldsskólum : hvað hvetur til þátttöku kennara?
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Íslenskum framhaldsskólum var gert skylt með lögum frá 1996 að leggja innra mat á skólastarfið. Þessari lagaskyldu hefur verið framfylgt með ýmsu móti og mismunandi mikilli þátttöku kennara. Í sumum skólum stjórna kennarar sjálfir matsferlinu og gerð þróunaráætlana á meðan einn eða fleiri eru fengnir til þess að gera matið í öðrum skólum og skila því á vef skólans. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvað tengist virkri þátttöku kennara í innra mati og notkun þess í skólastofunni. Byggt er á gögnum sem aflað var í tveimur rannsóknum.
    Rannsókn I: Þátt tóku 250 kennarar úr 11 íslenskum framhaldsskólum. Svör þeirra við spurningum um skólastarfið voru þáttagreind. Þrepaskipt aðhvarfsgreining var notuð til að kanna hve mikla dreifingu í innra mati væri hægt að skýra með öðrum þáttum. Fimm þættir fundust; Skólastjórnun, Fagleg þróun, Markmið skólans notuð, Samstarf um nýjungar og Virk þátttaka í innra mati. Þeir þættir sem skýrðu mesta dreifingu í virkri þátttöku í innra mati voru Markmið skólans notuð, Skólastjórnun og Fagleg þróun, allt tölfræðilega marktækt. Samstarf um nýjungar bætti ekki marktækt við skýrða dreifingu í þátttöku í innra mati. Kennarar eru virkastir þegar: a) skólamarkmið eru byggð á gögnum um árangur nemenda b) aðalviðmiðið til að dæma hvort markmiðin nást eru gögn um árangur nemenda.
    Rannsókn II: Kennarar í tveimur framhaldsskólum svöruðu spurningalista þrisvar sinnum, árin 2000, 2002 og 2004. Í fyrstu umferð hafði ekkert starf verið unnið að innra mati. Lítið hafði breyst í viðhorfum þeirra og skólamenningu eftir tvö ár en eftir fjögur ár hafði flest allt sem varðaði skólamenningu og viðhorf þeirra til starfsins breyst tölfræðilega marktækt til betri vegar.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurlina.pdf290.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna