ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1240

Titill

Í þennan skóla er hægt að koma frá vöggu til grafar : samfélagslegt hlutverk fámmenna skólans

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar rannsóknar er fámennir grunnskólar og eðli þeirra
tengsla sem þeir mynda við samfélag sitt. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem
framkvæmd var í tveimur fámennum skólasamfélögum. Annars vegar var um
að ræða fámennan grunnskóla sem talinn er mjög samfélagslega virkur. Hins
vegar var samfélag þar sem nýlega var búið að leggja niður slíkan skóla.
Gagna var aflað með viðtölum, vettvangsathugunum og skjalagreiningu.
Fámennir skólar eru mikilvægur hluti skólaflórunnar hérlendis og forsenda
þess að veita öllum nemendum aðgang að grunnmenntun í heimabyggð.
Smæð þeirra og staðsetning í fámennum byggðarlögum skapar þeim einnig
nokkra sérstöðu sem birtist meðal annars í möguleikum þeirra til að mynda
víðtæk og öflug tengsl við samfélagið. Sú mynd sem rannsóknin dregur upp
sýnir að tengsl fámenna skólans við samfélag sitt eru margþætt. Skólinn getur,
þegar vel tekst til, verið leiðandi afl í félags- og menningarlífi síns
byggðarlags. Tækifærin sem hann skapar íbúum samfélagsins til að hittast og
taka höndum saman um ýmis verkefni eru dýrmæt og samfélagið nýtur einnig
góðs af þeim mannauði sem er að finna í starfsfólki skólans.
Lokanir og sameiningar grunnskóla mæta gjarnan harðri mótspyrnu og
megnri óánægju samfélagsins enda geta slíkar aðgerðir haft mikil áhrif á
samfélagið allt. Æ fleiri fámennir skólar hafa þó verið lagðir niður eða
sameinaðir öðrum undanfarin ár. Þetta er yfirleitt gert undir merkjum
rekstrarhagræðingar enda er grunnskólinn mörgum smærri sveitarfélögunum
þungur í skauti eftir að þau tóku við rekstri hans af ríkinu. Umræðan um
tekjustofna sveitarfélaganna, rekstur þeirra á grunnskólunum og hugsanlega
fjárhagslega hagræðingu þarf því að taka tillit til margra þátta. Mikilvægt er
að aðgerðir, sem ætlað var að styrkja sveitarstjórnarstigið snúist ekki upp í
andhverfu sína og rýri þannig lífsgæði þeirra sem byggja dreifðustu byggðir
landsins.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Fanney Ásgeirsdótt... .pdf472KBOpinn Þennan skóla - heild PDF Skoða/Opna