is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12406

Titill: 
  • Titill er á ensku The legal status of Palestine under international law
  • Réttarstaða Palestínu að þjóðarétti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Réttarstaða Palestínu að þjóðarétti
    Réttarstaða Palestínu að þjóðarétti hefur í áratugi verið mjög umdeild. Langt er liðið frá því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi fyrst rétt Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og á síðustu 15-20 árum hefur það einnig viðurkennt rétt Palestínumanna til þess að stofna sitt eigið fullvalda og sjálfstætt ríki. Þrátt fyrir þá staðreynd nýtur Palestína enn ekki óumdeildrar viðurkenningar sem ríki og er ekki fullgildur meðlimur Sameinuðu þjóðanna. Markmið ritgerðar þessarar er að kanna réttarstöðu Palestínu að þjóðarétti. Til þess að veita heildaryfirsýn yfir málið þá er fyrst stuttlega fjallað um sögu Palestínu og ýmsar umdeildar aðgerðir Ísraela í Palestínu. Þá er kannað hvort Palestína uppfylli hin hlutlægu skilyrði þjóðaréttar fyrir tilvist sjálfstæðra ríkja eða þau skilyrði sem tilgreind eru í Montevideo sáttmálanum frá árinu 1933 (þ.e. um fólk, landsvæði, skipulegt ríkisvald og getu til milliríkjasamskipta). Önnur helstu einkenni ríkja eru jafnframt skoðuð, eins og viðurkenning og sjálfstæði auk þess sem einnig er vikið að sjálfsákvörðunarrétti Palestínumanna. Helstu niðurstöður eru þær að Palestína uppfyllir öll þau hefðbundnu skilyrði fyrir tilvist ríkis að þjóðarétti sem lýst er í Montevideo sáttmálananum. Eina „skilyrðið” sem Palestína uppfyllir þó ekki að fullu er „skilyrðið” um sjálfstæði, sem sumir fræðimenn vilja meina að sé í reynd viðbótarskilyrði fyrir tilvist ríkis. Það er hins vegar ein af grundvallarreglum þjóðaréttar að ólögmætar gjörðir ríkja geta ekki skapað rétt þeim til handa (ex injuria jus non oritur) og því getur ólögmætt hernám Ísraela ekki skert lagalegan rétt Palestínu. Það er meginniðurstaða mín í ljósi þeirrar rannsóknar sem hér fylgir að þrátt fyrir að Palestína uppfylli öll skilyrði fyrir tilvist ríkis að þjóðarétti þá njóti Palestína ekki fulls sjálfstæðis vegna hernámsins og pólítískra hagsmuna Ísrael og Bandaríkjanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The Legal Status of Palestine under International Law
    The question of Palestinian statehood is and has been for decades a very controversial matter. Having long recognized the right of the Palestinian people to self-determination the international community has for the last 15 to 20 years also recognized the right of the Palestinian people to establish their own independent state. Despite that, Palestine does still not today enjoy full-undisputed statehood or a United Nations membership. The objective of this thesis is to analyze the legal status of Palestine under international law. In order to get full perspective of the matter the history of Palestine is first briefly addressed as well as few controversial Israeli actions in Palestine. Palestine is then considered under the traditional criteria for statehood under international law, found in the 1933 Montevideo Convention. Other prescribed features of statehood are also examinated, such as the issues of recognition and independence and the notion of self-determination is also addressed. The main conclusions are that Palestine seems to satisfy all the four traditional criterias mentioned in the Montevideo Convention (i.e. people, land, government, and capacity to uphold international relations). I found that the only suggested ‘criterion’ that Palestine does not completely fulfill is the notion of independence, which according to some writers should be the additional criterion for statehood. However, given that one of the basic principles in international law is the principle of ex injuria jus non oritur, Palestine’s lawful claim to statehood cannot be diminished due to Israel’s illegal acts. Accordingly, it is my main conclusion that Palestine now fulfills all the conditions as a state under international law, while it is still not enjoying full independence as a state due to the occupation and the geopolitical views of Israel and the United States.

Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil-elva björk barkardóttir.pdf732.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna