is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12407

Titill: 
  • Starfsábyrgðartryggingar: áhrif þeirra á sakarmat í skaðabótarétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um möguleg áhrif starfsábyrgðartrygginga á sakarmat í skaðabótarétti og sjónum er beint að starfsábyrgðartryggingum lögmanna og byggingarstjóra í því samhengi. Lögmenn og byggingarstjórar eru sérfræðingar, samkvæmt reglunni um sérfræðiábyrgð, og því er sakarmatið strangt og ábyrgð þeirra rík. Af þeim sökum hefur löggjafinn talið nauðsynlegt að lögfesta reglur um skyldu þeirra til að vera með gilda starfsábyrgðartryggingu. Ábyrgðartryggingar, þ.m.t. starfsábyrgðartryggingar, og skilmálar þeirra lúta reglum vátryggingaréttar en greiðsluskylda úr þeim verður fyrst virk ef vátryggingartaki veldur tjóni sem hann ber skaðabótábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttarins. Ritgerðarefnið er nátengt báðum réttarsviðum og lögð áhersla á að draga fram samspil reglna á réttarsviðunum tveimur. Umfjöllunin skiptist í meginatriðum í fernt. Fjallað er um reglur skaðabótaréttar, grundvöll skaðabótaábyrgðar, sérfræðiábyrgð og framkvæmd sakarmatsins. Reglur vátryggingaréttar eru skoðaðar en lög um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 og þau neytendaverndarsjónarmið sem búa að baki þeim. Vikið er að hlutverki og tilgangi starfsábyrgðartrygginga. Sérstök áhersla er lögð á ákvæði 44. – 45. gr. laganna en það eru sérákvæði um ábyrgðartryggingar, sem er ætlað að tryggja réttarstöðu tjónþola þegar tjónvaldur er ábyrgðartryggður. Þá er farið yfir starfsábyrgðartryggingar lögmanna og byggingarstjóra, sögulegan aðdraganda þeirra. Gildissvið vátryggingarskilmála vátryggingafélaganna eru skoðaðir í tengslum við ákvæði þeirra laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem mæla fyrir um skyldu til að hafa gildar starfsábyrgðartryggingar. Skaðabótaábyrgð lögmanna og byggingarstjóra er reifuð og kannað er hvort tilvist starfsábyrgðartrygginga hafi einhver áhrif á sakarmat í dómum í skaðabótamálum sem voru höfðuð gegn lögmönnum og byggingarstjórum. Loks eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar dregnar saman.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines if and whether professional liability insurances affect the assessment of culpability in tort law, with emphasis on the insurances of lawyers and construction managers. Lawyers and construction managers are professionals and courts have developed a more stringent assessment of culpability in these areas. Due to that fact, the Parlament has required such experts to have valid professional liability insurances. The insurance contracts are subject to insurance law. However, they are intended reimburse losses that these experts cause by negligent acts and the law of torts determines the tort liability. This thesis is heavily related to both insurance law and tort law and the main emphasis focuses on catching the interplay of these acts. The material is divided into four sections. The rules of tort law, namely the basis of tort liability, professional liability and the assessment of culpability in general, are examined. Then the rules of insurance law are examined and their aim to protect consumer rights. Articles 44 and 45 of the insurance contracts act no 30/2004 are given special attention, namely because they focus on entrusting the injured persons legal status when the tortfeasor enjoys a liability insurance. The historical background of lawyers and construction managers professional liability insurances is examined as well as the validity of the terms of insurances. The tort liability of lawyers and construction managers is discussed and it is examined, through case law, whether the existence of professional liability insurances affected the assessment of culpability. Finally, the results of the case law are concluded.

Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritg._Starfsábyrgðartryggingar_Haukur.pdf824.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna