is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12413

Titill: 
  • Samkennsla staðnema og fjarnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands : reynsla og viðhorf kennara og nema – togstreita og tækifæri
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á viðhorfum nema og kennara til samkennslu staðnema og fjarnema í Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fjarnám og staðnám kennaranema hefur verið aðskilið þannig að staðnemar og fjarnemar hafa ekki setið saman í námskeiðum nema í þeim tilvikum þegar nemar hafa verið svo fáir að námskeið hefðu að öðrum kosti fallið niður. Skólaárið 2010–2011 varð það hins vegar meginregla við Menntavísindasvið að hætta skyldi að kenna staðnemum og fjarnemum í aðskildum hópum og að öll námskeið skyldi skipuleggja þannig að þau væru fyrir bæði staðnema og fjarnema. Rannsóknin er liður í að fylgjast með, skrásetja og greina útfærslu og framkvæmd samkennslulíkansins. Spurningalistar voru lagðir fyrir kennara og nema og viðtöl tekin við níu kennara og 22 nema í átta námskeiðum af 48 sem voru samkennd á haustmisseri 2010. Niðurstöður sýna að reynslan hefur verið blendin og finnst flestum að samkennslan sé síðra fyrirkomulag. Margir fjarnemar töldu að þeim væri verr sinnt í samkennsluforminu og staðnemar höfðu áhyggjur af því að tímum í staðnámi fækkaði. Kennarar taka undir þetta og áhyggjuefni margra í þeirra hópi var lítil virkni fjarnema. Bæði kennarar og nemar telja þó að þróa beri samkennslulíkanið áfram en þá með þó nokkrum breytingum og báðir hópar telja helsta kost þess þann að hægt sé að bjóða námskeið sem ella hefðu fallið niður vegna fámennis.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2011
Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thuridur.pdf606.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna