is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12414

Titill: 
  • Árslaunahugtak skaðabótalaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritsmíð þessari er leitast við að varpa sem skýrustu ljósi á árslaunahugtak 7. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993, sem er einn af þremur lykilþáttum við útreikning á heildartjóni einstaklings vegna varanlegrar örorku. Aflahæfið er einn mikilvægasti réttur einstaklingsins og því ljóst að miklu skiptir hvaða tekjuviðmið er lagt til grundvallar útreikningi bóta vegna starfsorkutaps.
    Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að greina helstu kennileiti og setja fram viðmiðunarreglur svo einfaldara verði að leggja mat á hvaða árslaunaviðmið skuli leggja til grundvallar útreikningi bóta. Ef litið er til dómaframkvæmdar í skaðabóta-málum síðustu ára má sjá að auk ágreinings um sök hefur útreikningur bóta vegna varanlegrar örorku verið þrætuepli í mörgum málum.
    Í ritgerðinni er leitast við að svara þeim álitaefnum sem upp geta komið við beitingu ákvæðisins, sem og því hvort ákvæðið þarfnist á einhvern hátt úrbóta. Við leit að svörum voru íslensk lögskýringargögn og dómaframkvæmd rannsökuð. Þá var horft til helstu skrifa og skoðana fræðimanna. Þar sem íslensku skaðabótalögin eru samin að danskri fyrirmynd var sérstaklega horft til Danmerkur og réttarframkvæmdar þar í landi, sem og til skrifa danskra fræðimanna.
    Þegar á heildina er litið verður að telja að ákvæði 7. gr. skaðabótalaga sé ágætlega úr garði gert til að mæta þeim margbreytilegu tilfellum sem upp geta komið við ákvörðun árslauna tjónþola vegna varanlegrar örorku. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að lágmarkstekjuviðmiðun 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga hefur að geyma tilbúna tekjuviðmiðun sem hefur ekki fylgt launaþróun í landinu og getur því leitt til ósanngjarnar niðurstöðu, sérstaklega í tilfellum ungra tjónþola. Ætíð skal þó haft í huga að aldrei verður unnt að spá með fullkominni nákvæmni fyrir um hverjar tekjur tjónþola hefðu orðið ef hann hefði ekki slasast. Samt sem áður er mikilvægt að útreikningsreglurnar séu réttlátar og sanngjarnar en jafnframt sveigjanlegar.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation aims to elucidate the annual income concept within article 7 of the Civil Liability Act, no. 50/1993, which is one of the three deciding factors in the computation of the total damages suffered by an individual as a result of permanent disability. Income capacity is important to the individual and it is significant what particular income standard is used as a basis for the computation of compensation due to the loss of work capacity.
    The purpose and aim of this dissertation is to identify the main points of reference and put forth criteria in order to facilitate the estimation of what annual income standards should be adopted as a basis for the calculation of compensation. If recent judicial decisions are examined, one can see that in addition to liability disputes the calculation of compensation due to permanent disability has been a source of disagreement in numerous cases.
    This dissertation attempts to address the controversies that may surface during the implementation of article 7 of the Civil Liability Act and address the question of whether or not a revision is needed. Icelandic legal interpretation documents along with other judicial files were examined, in particular the writings and opinions of legal scholars. Considering the fact that the Civil Liability Act is modeled after Danish law, this dissertation confers with judicial decisions in Denmark, along with the writings of Danish scholars.
    The dictate of article 7 of the Civil Liability Act is generally well suited to deal with the various cases that may surface during the determination of an individual’s annual income as a victim of permanent disability. However, one of the major drawbacks is that the minimum-wage standard of paragraph 3 article 7 of the Civil Liability Act does not incorporate a concrete income standard, which can lead to an unfair result, especially in cases involving young claimants. It is however, important to note that it will never be possible to predict with perfect precision what the income of a claimant would have been had he/she not been injured, but it is important that the standards of computation are just, fair, and flexible.

Samþykkt: 
  • 28.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árslaunahugtak skaðabótalaga locked.pdf545.5 kBLokaðurHeildartextiPDF