ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Lagadeild>ML í lögfræði>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12417

Titill

Almannahagsmunir skv. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Í þessari ritgerð er leitast við að svara því hvað átt sé við með því orðalagi sem fram kemur í 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (sml.), þ.e. að „brot sé þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna“. Þá er skoðað hvaða þættir geti haft áhrif á þetta mat dómara og hvort dómstólar rökstyðji gæsluvarðhaldsúrskurði sína nægilega vel þegar vísað er til almannahagsmuna skv. 2. mgr. 95. gr. sml.
Til að komast nær svörum við þessum spurningum var skoðað hvenær og með hvaða hætti ákvæðið kom fyrst fram í íslenskum lögum og hvernig það hefur þróast síðan. Þá var litið til þess hvernig Danir og Norðmenn hafa túlkað sambærilegt ákvæði í sínum lögum ásamt því að farið var yfir þau ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu sem geta skipt máli við mat á ákvæðinu.
Við þessa skoðun kom því miður í ljós að íslenskir dómstólar virðast ekki fylgja þeim reglum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sett með dómafordæmum sínum og Danmörk og Noregur virðast hafa lagað sig að. Mannréttindadómstóll Evrópu telur að um algjört undantekningartilfelli eigi að vera að ræða og dómstólar þurfi einnig að rökstyðja með hvaða hætti almannahagsmunum yrði í raun raskað, yrði hinum sakaða sleppt úr haldi. Íslenskir dómstólar virðast því miður beita þessu ákvæði of frjálslega; annars vegar með því að fallast of oft á gæsluvarðhald á grundvelli þess og hins vegar með því að rökstyðja úrskurði sína ekki nægilega vel.

Samþykkt
28.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Almannahagsmunir -... .pdf703KBLokaður Heildartexti PDF