is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12434

Titill: 
  • Aukaspenar hjá kúm - Tíðni og tengsl við aðra júgur- og spenaeiginleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið verkefnisins var að kanna tíðni aukaspena í íslenska kúastofninum og tengsl við aðra júgur- og spenaeiginleika. Þá voru metnir erfðastuðlar fyrir aukaspena og aðra júgur- og spenaeiginleika með það að markmiði að nýta niðurstöðurnar sem vísbendingar fyrir kynbótastarfið.
    Upplýsingar voru fengnar úr skýrsluhaldi nautgriparæktar, alls 34.701 kýr sem metnar voru í kúaskoðun á árunum 2004-2009. Erfðastuðlar voru metnir fyrir aukaspena auk júgur- og spenaeiginleika sem metnir eru eftir línulegum dómstiga, þar sem föst hrif voru fæðingarár, dómari og aldur.
    Niðurstöður sýndu að tæplega helmingur íslenska kúastofnsins er með aukaspena, en þar af eru heimanaut að gefa marktækt lægri tíðni samanborið við sæðinganaut. Ef litið er til nauta sem eiga tíu dætur eða fleiri, eiga engin naut dætur án aukaspena. Metið arfgengi aukaspena reyndist meðalhátt en mjög veik fylgni var milli aukaspena og annarra júgur- og spenaeiginleika. Við mat á erfðastuðlum voru föst hrif fæðingarárs, aldurs og dómara marktæk, þar sem áhrif dómara hafði hæsta skýringarhlutfallið.
    Tíðni aukaspena er of há hér á landi og hana ber að lækka. Ekki er hægt að velja fyrir öðrum eiginleikum til þess að lækka tíðnina sökum þess hve veik erfðafylgni er á milli aukaspena og annarra eiginleika, velja verður beint gegn aukaspenum. Mögulegt er að birta tíðni aukaspena í kynbótaeinkunn sæðinganauta til að hægt sé að velja naut sem gefa lága tíðni aukaspena.

Samþykkt: 
  • 29.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs - Birna Rún Ragnarsdóttir.pdf929.07 kBOpinnPDFSkoða/Opna