is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12435

Titill: 
  • Greining á markaðsumhverfi íslenskra hrossaræktarbúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa orðið í markaðsumhverfi íslenskra hrossaræktarbúa í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu og hruns bankanna haustið 2008. Þessar miklu breytingar hafa valdið því að mikill samdráttur hefur orðið í greininni sem hefur komið m.a. niður á sölu hrossa bæði innan- og utanlands. Íslensk hrossaræktarbú urðu að auki fyrir miklu áfalli vegna hrossapestar sem upp kom í hrossum snemma árs 2010. Þessar miklu breytingar hafa vakið upp spurningar um það hvaða áhrif þetta hafi haft á eftirspurn eftir vöru og þjónustu hjá íslenskum hrossaræktarbúum og hvort einhver ný tækifæri fylgi breyttu markaðsumhverfi. Við greiningu á markaðsumhverfi íslenskra hrossabúa var stuðst við aðferðir Kotler (1997, 2000, 2009), Jobber (2007) og innra og ytra umhverfi hrossaræktarbúa skoðað út frá ýmsum þáttum. Gagna var aflað með spurningakönnun, sem framkvæmd var á meðal íslenskra hrossaræktarbúa, ásamt því sem stuðst var við aðrar rannsóknir og skýrslur. Niðurstöður voru síðan dregnar saman með svonefndri SVÓT-greiningu (SVÓT). SVÓT-greining skiptist í grófum dráttum upp þannig að styrkleikar og veikleikar eru greindir innan fyrirtækis en ógnanir og tækifæri utan þess.
    Helstu niðurstöður eru þær að íslensk hrossaræktarbú virðast bjartsýn á framtíðina. Markaðsumhverfi íslenskra hrossaræktarbúa hefur verið í lægð frá árinu 2008 en flestir forsvarsmenn þeirra búa sem tóku þátt í könnuninni voru bjartsýnir á komandi ár og töldu að eftirspurnin myndi aukast í flestum þjónustuliðum. Flestir þeirra voru sammála um það að mjög mikil samkeppni væri í sölu á hrossum utan- og innanlands og í sölu á folatollum en í öðrum þjónustuliðum væri samkeppnin í meðallagi. Hrossasala virtist ganga vel og höfðu langflestir fylgt vörunni eftir á einhvern hátt. Eftirfylgnin fólst einkum í ýmiss konar námskeiðahaldi, reiðkennslu, ráðleggingum, tölvupóstsamskiptum og samstarfi um áframhaldandi vinnu með seldu hrossi. SVÓT-greining leiddi í ljós ýmis tækifæri sem hægt væri að koma í framkvæmd og þar með styrkja og bæta markaðsumhverfi íslenskra hrossaræktarbúa.

Samþykkt: 
  • 29.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-BirnaTryggvadóttir2012PDF...pdf1.4 MBOpinnPDFSkoða/Opna