ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1244

Titill

"Ég vil fá verkefni sem fá heilann til að hugsa" : bráðgerir nemendur

Útdráttur

Rannsókn þessi er viðtalsrannsókn þar sem hálf-opin viðtöl voru tekin við tvo
bráðgera nemendur og foreldra þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram
viðhorf bráðgerra nemenda og foreldra þeirra til námshæfni, áhrifa uppeldis og úrræða
skólans í málefnum bráðgerra barna.
Borin var saman vitneskja sem fengin var í viðtölunum við þau úrræði sem
fram koma í útgefnum skýrslum frá Menntamálaráðuneyti 2002 og Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur 2004, ásamt annarri vitneskju á fræðasviðinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa nokkrar vísbendingar um að ekki virðist
vera tekið nægjanlegt tillit til námshæfni nemenda við skipulagningu kennslu.
Bráðgeru nemendurnir sem þátt tóku í rannsókninni hafa sjaldan unnið annars konar
eða meira krefjandi verkefni en bekkjarfélagarnir. Nemendurnir töldu að of mikill tími
í skólanum færi í að sitja og gera ekki neitt þegar þeir höfðu lokið verkefnum langt á
undan bekkjarfélögum. Bæði börnin og foreldrar þeirra töldu að þau fengju of fá
tækifæri til að takast á við nám við hæfi. Ekki virtist mótuð stefna í málefnum
bráðgerra nemenda í þeim skólum sem börnin gengu í. Bæði börnin telja foreldra sína
aðlaðandi fyrirmyndir og að uppeldisaðferðir þeirra hafi ýtt undir góðan námsárangur.

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Katrín Fjóla Guðmu... .pdf543KBOpinn Ég vil fá - heild PDF Skoða/Opna