is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12454

Titill: 
  • Takmarkanir á frjálsri för fólks innan EES vegna ástæðna er varða ógn við allsherjarreglu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari lokaritgerð á meistarastigi í lögfræði við Háskólann á Akureyri fjallar höfundur um takmarkanir á frjálsri för fólks á grundvelli ógnar við allsherjarreglu (e. public policy) innan EES, sbr. 27. gr. og 28. gr. tilskipunar 38/2004/EB um frjálsa för fólks innan ESB sem er innleidd í 41. gr., 42. gr., og 43. gr. útlendingalaga nr. 96/2002. Allsherjarregla er vítt hugtak og hefur ekki skýra, afmarkaða eða samræmda lagalega þýðingu. Inntak hugtaksins getur tekið breytingum miðað við aðstæður á hverjum tíma og kannar höfundur hvernig önnur EES-ríki túlka það með því að skoða laga- og dómaframkvæmd innan þeirra, og þá sérstaklega Norðurlandanna.
    Að auki kannar höfundur hvort að hægt sé að finna sambærilega dóma í Noregi, Danmörku og hjá Evrópudómstólnum, og í máli héraðsdóms Reykjavíkur nr. E-6158/2010 frá 22. desember 2011, en það mál varðaði frávísun norsks ríkisborgara frá Íslandi í febrúar 2010 á grundvelli ógnar við allsherjarreglu (e. public policy). Tengdist sá aðili Hells Angels samtökunum. Í tengslum við framangreint héraðsdómsmál gerir höfundur tilraun til að svara því hvort réttmætt sé að synja EES-borgurum um landgöngu vegna þess að þeir séu aðilar að ákveðnum félagasamtökum, því sú aðild ógni í raun samfélaginu.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að íslenski héraðsdómurinn um frávísun vegna ógnar við allsherjarreglu er einstakur ef miðað er við mál hjá Evrópudómstólnum og dómstólum Noregs og Danmerkur. Höfundur telur dóminn réttmætan, þ.e. ákvörðun um frávísun, m.a. á grundvelli sjónarmiða í Van Duyn málinu svokallaða. Einnig, með því að skoða dóma- og lagaframkvæmd Noregs, Danmerkur og dóma Evrópudómstólsins er varðar brottvísunarmál, sést skýrar hvað það er sem telst ógn við allsherjarreglu og sýnir hvað íslenska löggjöfin er ennþá ófullkomin að þessu leyti. Íslensk stjórnvöld hafa til dæmis ekki ennþá uppfært reglugerð nr. 53/2003 um útlendinga til samræmis við breytingu á útlendingalögum nr. 96/2002 við innleiðingu tilskipunar 2004/38/EB.

  • Útdráttur er á ensku

    This final essay regards restrictions of freedom of movement on grounds of public policy inside the EEA, according to Articles 27 and 28 of directive 2004/38/EC which is implemented in Articles 41, 42 and 43 of the Icelandic Act of Foreigners nr. 96/2002. Public policy is a wide concept and doesn´t have a clear, defined or harmonized meaning. Contents of the concept can vary from one country to another and from one period to another and the author explores how other EEA countries interpret it by looking at their legislation and judgements of the courts, especially of the Nordic countries.
    In addition, the author explores whether she can find comparible cases in Norway, Denmark and of the ECR, as in the Héraðsdómur Reykjavík´s (district court) case E-6158/2010 from the 22nd of December 2011, which regarded denial of entry of a Norwegain citizen on grounds of public policy, but the person had connection to Hells Angels. The author discusses whether Iceland´s denial of entry EEA citizens on grounds of their association with organizations, which are seen as a threat to the society, is justified.
    The main conclusion of this essay is that the case of the Icelandic district court regarding the denial of entry on grounds of public policy is one of a kind, if the cases of ECR, and the Danish and the Norwegian courts are explored. The author believes that arguments in the Icelandic case are justified, based on the viewpoints of so called Van Duyn case. Also, by taking a look at the legislation and the judgement of the courts of Norway and Denmark and the cases of the ECR, it gives a clearer picture of what is considered as a threat to public policy and shows how the Icelandic legislation is still imperfect regarding that, but the Icelandic governmet still hasn´t implemented directive 2004/38/EC fully.

Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML lokaritgerð AÁ.pdf376.41 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða, útdráttur o.fl..pdf1.32 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna