ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12464

Titill

Ákefðarmælingar í knattspyrnuþjálfun

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Rannsóknin fjallar um ákefðarmælingar í knattspyrnu. Bornar eru saman fjórar mismunandi þolæfingar, ein án knattar en hinar þrjár með knetti. Einnig er skoðað hvaða áhrif breytur hafa á meðal- og hámarkshjartslátt leikmanna í æfingum. Rannsóknin var unnin á frá desember 2011 til maí 2012. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 21 talsins og eru þeir allir leikmenn meistaraflokk karla Breiðabliks í knattspyrnu. Í upphafi var hámarkshjartsláttarpróf gert á öllum leikmönnum og út frá því var meðal- og hámarksákefð leikmanna við mismunandi æfingar fundin. Æfingarnar sem bornar voru saman voru lotuhlaup, knattraksbraut, varsla á knetti og spil á litlum velli (SLV). Helstu breyturnar sem rannsakaðar voru í æfingum voru stærð vallarins og snertingafjöldi sem leikmaður hefur hverju sinni á knöttinn. Meðaltal er reiknað út frá 12 leikmönnum í hverri æfingu. Helstu niðurstöður voru þær að meðal- og hámarksákefð í SLV og vörslu á knetti eykst við takmörkun á snertingum og/eða stækkun vallar. Einnig sýnum við fram á gagnsemi lotuhlaups þar sem æfingin nær fram hárri meðalákefð þrátt fyrir stórt hlutfall æfingatímans sé hvíld. Heildar æfingatíminn er 11 mínútur og af þeim tíma er einungis unnið í tvær mínútur og 40 sekúndur. Knattraksbrautin sýnir fram á að hún sé nothæf við þolþjálfun þar sem að meðalákefðin er hærri í samanburði við vörslu á knetti og SLV.

Samþykkt
2.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Guðjón og Trausti.pdf1,1MBLokaður Heildartexti PDF