is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12465

Titill: 
  • Áhrif Skólahreysti á grunnskólanemendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið með þessari rannsókn er að kanna hvort áhugi nemenda á hreyfingu aukist með tilkomu Skólahreysti og hvort þeir telji keppnina hafa félagslega jákvæð áhrif á nemendur í fjórum grunnskólum landsins, þremur á Suðurnesjum og einum í Kópavogi. Í ljósi þessa var framkvæmd rannsókn.
    Rannsóknin kannaði viðhorf nemenda til Skólahreysti, hreyfingu þeirra og markmiðssetningu. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að 72% nemenda þessara fjögurra skóla hafa áhuga á Skólahreysti, 31% gátu hugsað sér að keppa fyrir hönd síns skóla. Tæpur helmingur nemenda (45%) taldi Skólahreysti hvetja sig til frekari hreyfingar og töldu 94% keppnina góða fyrir félagslíf skólans. Meirihluti barna og unglinga stunda íþróttir eða hreyfingu utan skólatíma, þar segjast 67% nemenda æfa með íþróttafélagi og 56% þeirra æfa í líkamsræktarstöð. Rannsóknin leiddi í ljós að margir nemendur setja sér markmið tengd hreyfingu og fylgja þeim eftir með góðum árangri.
    Rannsakendur spurðu stofnendur Skólahreysti, Andrés Guðmundsson og Láru Berglindi Helgadóttur, nokkurra spurninga um keppnina, upphaf hennar og þróun. Skólahreystikeppnin er liðakeppni milli grunnskóla landsins sem var fyrst haldin árið 2005 og er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Keppnin gengur út á það að hvetja börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum sem eru byggðar á grunni almennrar íþróttakennslu skólanna. Skólahreysti er því uppskrift að heilbrigðum lífsstíl þar sem jákvæð og heilbrigð upplifun mótar viðhorf ungmenna.

Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ_IRISOGBENTINA.pdf563.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna