is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12474

Titill: 
  • Þjónandi forysta á hjúkrunarsviðum FSA : starfsánægja - starfstengdir þættir- gæði þjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Rannsóknir hafa leitt í ljós mikilvægi hlutverks stjórnenda varðandi samráð og þátttöku starfsfólks við ákvörðunartöku, ásamt því að leggja áherslu á þá þætti í vinnuumhverfinu sem bæta líðan starfsmanna og auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustunni. Þjónandi forysta (servant leadership) hefur náð fótfestu og nýjar rannsóknir undirstrika gildi hugmyndafræðinnar í fyrirtækjum, stofnunum og í heilbrigðisþjónustunni. Þjónandi forysta er byggð á hugmyndafræði Robert K. Greenleaf, sem lagði áherslu á að þjónandi leiðtogi væri fyrst og fremst þjónn, sem virti forn gildi um mannúð og siðgæði og setti umhyggju fyrir velferð annarra framar eigin völdum og vegsauka. Þessar áherslur samræmast niðurstöðum nýrra rannsókna um árangursríka stjórnun og forystu innan heilbrigðisþjónustunnar.
    Tilgangur rannsóknarinnar: Að kanna hvort stjórnunarhættir með áherslum þjónandi forystu væru til staðar á hjúkrunarsviðum Sjúkrahússins á Akureyri (FSA). Einnig hver afstaða hjúkrunarstarfsfólks væri til starfsánægju, starfstengdra þátta og gæða þjónustu, og hvort möguleg tengsl væru milli þjónandi stjórnunarhátta, starfstengdra þátta og gæða þjónustu. Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn með fyrirlögn spurningakönnunar. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og millistjórnendur á Sjúkrahúsinu á Akureyri haustið 2011.
    Niðurstöður: Helstu niðurstöður sýndu að þjónandi forysta einkennir stjórnun og forystu á hjúkrunarsviðum FSA allnokkuð. Undirþátturinn ráðsmennska var sterkastur þáttanna. Starfsánægja mældist mikil og almennt voru þátttakendur ánægðir með gæði þjónustunnar. Undirþátturinn efling hafði sterkasta fylgni við starfsánægju. Marktæk fylgni var á milli eflingar og allra starfstengda þátta, nema vinnuaðstöðu og möguleika á stöðuhækkun. Nokkur fylgni var á milli þjónandi forystu og mats starfsfólks á öryggi skjólstæðinga.
    Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þjónandi forysta er til staðar á FSA og starfsfólk sjúkrahússins er almennt ánægt í vinnunni. Þær styðja niðurstöður fyrri rannsókna um að hugmyndafræði þjónandi forystu efli stuðning við starfsfólk, sameiginlega ákvarðanatöku, gott vinnuumhverfi og upplýsingaflæði, sem síðan auki starfsánægju og hæfni starfsfólks til að stuðla að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustunni.
    Lykilorð: Skipulagsheild, forysta, þjónandi forysta, hjúkrun, stjórnun

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Research has shown the importance of leadership regarding consultation and participation of staff in decision making, as well as emphasising factors in the working environment which improve the well-being of staff and the quality of care as well as safety in health care.
    Servant leadership has established itself and recent studies underline the importance of this approach in companies, institutions and health care. Servant leadership is based on the philosophical framework of Robert K. Greenleaf who emphasised that a servant leader was first and foremost a servant who respects ancient values of humanity and morality and other people's well-being should be put before own power and benefit. These emphases are consistent with the results of new studies on effective management and leadership in health care.
    The purpose of the research: To explore if management with servant leadership approach is practised in nursing at Akureyri Hospital. Also, to explore the attitudes of the nursing staff towards job satisfaction, work-related factors and quality of care and if there was a correlation between servant leadership managment, work-related factors and quality of care. In this research, a descriptive cross-sectional survey was conducted using a questionnaire. The participants were nurses, nurse assistants and unit managers at Akureyri Hospital in the fall of 2011.
    Findings: The main results showed that servant leadership characterises management and leadership considerably in nursing at Akureyri Hospital. Stewardship as a sub-factor was strongest of all factors. The level of job-satisfaction was high and generally the participants were pleased with the quality of care. Empowerment as a sub-factor had the strongest correlation with job-satisfaction. There was a significant correlation between empowerment and all work-related factors, working except environment and promotion prospects. There was some correlation between servant leadership and staff's assessment of patient safety.
    Conclusion: The results of the study reveal that servant leadership exists at Akureyri Hospital and the hospital's staff is generally satisfied at work. These give support to results of prior studies that servant leadership approach promotes support to staff, joint decision-making, good working environment and flow of information which again improves job-satisfaction and staff's competence to ensure quality and safety in health care.
    Keywords: Organization, leadership, servant leadership, nursing, management

Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararannsoknin.loka.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna