is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12479

Titill: 
  • „Ég veit ekki hvað það er að líða vel“ : reynsla kvenna með geðsjúkdóm af endurteknum áföllum vegna ofbeldis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar: Rannsóknir hafa sýnt að endurtekin áföll geta haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu manna. Áhrif ofbeldis á börn eru að þau geta þróað með sér langvinnan heilsufarsvanda þar sem á fullorðinsárum geta komið fram geðræn, líkamleg og félagsleg vandamál. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að meðal geðsjúkra hefur hátt hlutfall áfalla ekki verið greint.
    Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif áfalla á líðan og heilsu kvenna með geðsjúkdóm sem hafa lent í endurteknum áföllum af völdum ofbeldis. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla kvenna með geðsjúkdóm af endurteknum áföllum vegna ofbeldis og hver eru áhrif áfallanna?
    Aðferð: Við framkvæmd rannsóknarinnar var notuð fyrirbærafræðileg, eigindleg rannsóknaraðferð sem kennd er við Vancouver-skólann. Þátttakendur voru átta konur á aldrinum 35-55 ára. Tekin voru tvö viðtöl við sjö kvennanna en aðeins eitt viðtal við eina þeirra, samtals 15 viðtöl. Allar konurnar eru greindar með geðsjúkdóma.
    Niðurstöður: Niðurstöður sýna endurtekin áföll frá barnæsku til fullorðinsára sem höfðu alvarlegar afleiðingar á líðan og heilsu þátttakenda í rannsókninni. Niðurstöðunum var skipt í fimm meginþemu, meginþemun voru: 1) Reynsla af áföllum; sýndi áföll af völdum
    kynferðis-, líkamlegs og andlegs ofbeldi frá barnæsku til fullorðinsára. 2) Andleg líðan sem barn og unglingur; einkenndist af stöðugu álagi, vansæld, skömm, ótta, kvíða og depurð ásamt sektarkennd og brotinni sjálfsmynd. 3) Stuðningur og tengslanet; stuðningur í æsku var lítill og tengslanet á fullorðinsárum var brotið. 4) Tilfinningalegur vandi í dag; einkenndist af litlu sjálfstrausti og brotinni sjálfsmynd, erfiðleikum við að treysta og tengjast tilfinningalega, sektarkennd ásamt reiði og sorg yfir aðstæðum sínum í dag.
    5) Staðan í dag, geðrænir og líkamlegir sjúkdómar; konurnar eru allar greindar með þunglyndi og kvíða. Þær glíma einnig við félagsfælni, áfallastreituröskun og líkamleg einkenni, svo sem magabólgur og gigt.
    Ályktun: Rannsóknin sýnir að endurtekin áföll frá æsku til fullorðinsára geta haft niðurbrjótandi og varanleg áhrif á einstaklinginn, t.d. brotið niður sjálfsmynd hans og haft áhrif á andlega, líkamlega og félagslega líðan. Rannsóknin gæti varpað ljósi á mikilvægi þess að spyrja eftir áfallasögu hjá geðsjúkum og veita viðeigandi meðferð.
    Lykilhugtök: Sálræn áföll, ofbeldi, konur, fyrirbærafræði, viðtöl.

  • Útdráttur er á ensku

    Background to the study: Research has shown that a succession of traumas can have a negative impact upon health. Violence may lead to children developing chronic health problems, and in adults mental, physical and social problems may emerge.
    Research has also shown that a high proportion of the mentally ill have experienced traumas which have not been diagnosed.
    Objective: The objective of this study was to explore the impact of trauma on the health and wellbeing of women with mental illness, who have experienced repeated trauma caused by violence. The research question was: What is the experience of women with mental illness of repeated trauma due to violence and the impact of the trauma?
    Method: The study was carried out using the phenomenological, qualitative research method of the Vancouver school. The participants were eight women aged 34 to 55 years. Two interviews were conducted with each of seven co-researchers, and one dialogue with the eighth: a total of 15 dialogues. All the praticipants have been diagnosed with mental illnesses.
    Findings: The study reveals repeated trauma from childhood to adulthood, which had a severe impact upon the health and wellbeing of the praticipants. The findings are presented within five main themes, the main themes are: 1) Experience of trauma, showing trauma arising from sexual, physical and mental abuse from childhood to adulthood. 2) Mental wellbeing in childhood and adolescence, which was typified by constant strain, unhappiness, shame, fear, anxiety and depression, with feelings of guilt and broken self-image. 3) Support and social networks, lack of support in childhood, ineffective social networks in adulthood.
    4) Emotional problems, lack of confidence, broken self-image, problems with trust and emotional bonding, guilt, anger and sorrow over present circumstances. 5) Present situation, mental and physical illness, all the co-researchers have been diagnosed with depression and anxiety. They also suffer from social anxiety, PTSD, and physical symptoms such as gastritis and arthritis.
    Conclusion: The study indicates that repeated trauma from childhood to adulthood can have a destructive, permanent impact upon the individual, shattering the self-image, and affecting mental, physical and social wellbeing. The study may throw light upon the importance of asking mental patients about their history of traumas, and providing appropriate treatment.
    Key terms: Trauma, violence, women, qualitative research, phenomenology, dialogues.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.júní 2014
Samþykkt: 
  • 2.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Sigríður Hrönn.pdf838.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna