is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12485

Titill: 
  • „Við erum að rækta manneskjur“ : siðferðileg sýn skólastjórnenda og gagnsemi hennar í starfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lítið hefur verið fjallað um siðferðilega sýn skólastjórnenda í umræðu um menntamál á Íslandi. Mikilvægt er þó að skoða þann þátt í samhengi við samfélagsþróun. Menntun er siðferðileg og meginhlutverk skólastarfs. Skólastjórnendur gegna fjölþættu hlutverki sem reynir á siðferði. Það felst ekki aðeins styrkleiki í því að skilja hugtakið siðferðileg sýn heldur er það skólastjórnendum mikilvægt að skilja sína eigin sýn og hvernig hún kemur þeim að gagni í starfi.
    Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 11 starfandi skólastjórnendur í grunnskólum víðs vegar um landið. Lagt var upp með tvær spurningar: Hver er siðferðileg sýn skólastjórnenda í íslenskum grunnskólum? Hvernig nýtist siðferðileg sýn í starfi? Viðmælendur eiga það sameiginlegt að hafa lokið framhaldsnámi í stjórnun menntastofnana. Þeir eru af báðum kynjum, hafa fjölbreyttan starfsaldur og starfa bæði við fjölmenna og fámenna skóla. Við úrvinnslu var stuðst við tilleiðslu (e. induction) þannig að niðurstöður eru dregnar af greiningu gagnanna og byggja á túlkun rannsakandans. Greining var gerð með þrjú stig kóðunar (e. coding), ferli sem greinir þær upplýsingar sem skipta rannsóknina máli.
    Niðurstöður leiddu í ljós að siðferðileg sýn skólastjórnenda hverfist um nemandann og hagsmuni hans. Viðmælendur lýstu henni með siðferðilegum gildum eins og umhyggju, virðingu, réttlæti, frelsi, trausti og jafnræði. Þeir lögðu einnig áherslu á hugtökin ábyrgð og lýðræði í sýn sinni. Hún lýsir þeim hug sem þeir bera til nemandans og þeim skilningi sem þeir leggja í hagsmuni hans. Ennfremur endurspeglar hún þann skilning sem þeir hafa á hlutverki sínu sem skólastjórnendur og hvað þeir telja mikilvægt í starfinu.
    Rannsóknin leiddi í ljós 7 þemu í svörum viðmælenda sem annars vegar snúa að stjórnandanum sjálfum og hins vegar að framkvæmd starfsins. Siðferðileg sýn skólastjórnenda veitir þeim sterkari sjálfsmynd og eykur sjálfstraust í starfi. Sýnin nýtist til grundvallar breytni skólastjórnandans og við aðra framkvæmd starfsins.
    Dregin er sú ályktun að ígrunduð siðferðileg sýn og skilningur skólastjórnenda á gagnsemi hennar geti stuðlað að farsælu skólastarfi og þar með farsæld í samfélaginu. Það yrði styrkur í því að auka áherslu á siðfræði í grunnnámi skólastjórnenda, bæði til að stuðla að aukinni umræðu um siðferðilega sýn og til að undirstrika mikilvægi hennar í skólastarfi fyrir nemendur.

  • Útdráttur er á ensku

    In the debate on education in Iceland, little attention has been paid to the ethical vision of school principals. It is, however, important to consider this factor in relation to social development. Education is the main purpose of the school system and it is essentially ethical. The role of school principals is complex, and puts their ethical standards to the test. It is not only an asset to have an understanding of the concept ethical vision, it is important for school principals to have an understanding of their own ethical vision and how they can put it into practice in their work.
    This research is a qualitative interview inquiry. It consists of 11 semi-structured interviews with practising school principals from different parts of Iceland. It addresses the following two research questions: What is the ethical vision of school principals in Icelandic primary schools? How do they put it into practice? The interviewees have all completed postgraduate studies in educational management. They are of both genders, their period of employment varies, and they have worked at both small and large schools. The processing of the data was carried out using inductive method, which means that the conclusions are based on the analysis of the data and the interpretation of the researcher. The analysis involved a three step coding, applied in order to analyse the information that is relevant to the research.
    The results indicated that the ethical vision of the school principals is derived from the care for students and their interests. The interviewees describe ethical values such as care, respect, justice, freedom, trust and equality. They also emphasised the importance of concepts such as responsibility and democracy to their ethical view. It describes how they feel about the students and how they understand their interests. Furthermore, it reflects their understanding of their own role as school principals and what they consider to be important about their job.
    The analysis showed 7 themes in the answers of the interviewees that relate on one hand to the school principals themselves and on the other hand to the execution of their job. Having an ethical vision gives the school principals a stronger self-image and elevates their self-confidence in their job. Having an ethical vision helps the school principal to develop basic skills and fulfil the principal’s duties.
    The conclusion is drawn that a reflective ethical vision and an understanding of its usefulness can lead to prosperity for the school and for the community. It would be a great asset to increase the significance of ethics in the education of school principals, in order both to trigger further debate on the ethical view of school principals and to emphasise the importance of it for students within the school system.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd Lokaskil Læst.pdf666.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna