is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1248

Titill: 
  • Að taka þátt í starfi bekkjarins : rannsókn á hlutverki einstaklingsnámskráa fyrir nemendur með sértækar þarfir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það er réttur allra barna að stunda nám í bekk með skólafélögum sínum og í því felst
    meðal annars að allir taka þátt í starfi bekkjarins með verkefnum við hæfi. Í flestum
    bekkjum eru nemendur sem hafa sérþarfir og þurfa að fá stuðning umfram aðra og er
    þá oft gerð einstaklingsnámskrá fyrir þá. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að afla
    upplýsinga um hlutverk einstaklingsnámskráa fyrir nemendur með sérþarfir og hvort
    gerð þeirra og notkun auki tækifæri nemenda til náms.
    Valdir voru fimm þátttakendur í 7. bekk í grunnskólum á Norðurlandi, einn
    nemandi í hverjum skóla. Við gagnaöflun og úrvinnslu gagnanna var beitt
    eigindlegum rannsóknaraðferðum. Byggðist gagnaöflunin á viðtölum,
    vettvangsathugunum og greiningu á þeim skriflegu gögnum sem fylgdu hverjum
    nemanda fyrir sig.
    Niðurstöður sýndu meðal annars að nám án aðgreiningar virðist vera meira í orði
    en á borði. Flestir þátttakendur töldu að skólinn ætti að vera fyrir alla en hann gæti
    ekki orðið það því það vantaði tíma, fjármagn, fagfólk, þekkingu og fleiri úrræði fyrir
    nemendur.
    Það viðhorf kom fram í skólunum fimm að nemendur ættu að laga sig að því kerfi
    sem skólinn hefur upp á að bjóða í stað þess að skólinn aðlagi sig mismunandi þörfum
    þeirra. Þegar námsefni bekkjarins hentaði ekki fyrir nemendur með sérþarfir fengu
    þeir oft annað námsefni og stuðningskennslu inni í bekk eða annars staðar.
    Niðurstöður sýndu að notkun einstaklingsnámskrár getur leitt til aðgreiningar fyrir
    nemendur með sérþarfir. Þegar unnið var eftir bekkjarnámskrá eða öðrum áætlunum
    sem miðuðust við allan bekkinn voru nemendur með sérþarfir frekar þátttakendur.
    Þrátt fyrir álit flestra viðmælenda um mikilvægi félagslegs þáttar námsins,
    félagslegrar þjálfunar og félagslegrar færni nemenda var þeim þáttum ekki gerð skil í
    einstaklingsnámskrám.
    Niðurstöður sýndu að ein algengasta kennsluaðferðin í bóknámi er ennþá bein
    kennsla með innlögnum frá töflu og nemendur að vinna einstaklingslega í sínum
    verkefnum, þar sem flestir nemendur vinna samtímis við sömu viðfangsefni.
    Lítil samvinna var meðal kennara vegna nemenda með sérþarfir og kennurum
    fannst skorta upplýsingar til að nemendur fengju nám við hæfi. Töldu kennarar að það
    stafaði af tímaskorti og álagi í starfi. Minni hluti kennara hafði kynnt sér
    einstaklingsáætlanir sem lágu fyrir um nám nemendanna. Bæði umsjónarkennarar og
    sérkennarar töldu í sumum tilfellum að ábyrgð á nemanda með sérþarfir ætti að vera á
    herðum hins aðilans.
    Segja má að í núverandi námsumhverfi og núverandi skipulagi með óbreyttum
    kennsluaðferðum kennara auki einstaklingsnámskrár ekki tækifæri nemenda til náms
    án aðgreiningar og þyrftu að koma til breytingar á skólanum til að svo megi verða.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir_heild.pdf673.59 kBOpinnAð taka þátt - heildPDFSkoða/Opna