ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12494

Titill

Varðveisla og miðlun þekkingar

Útgáfa
Mars 2012
Útdráttur

Hugtakið þekking hefur fengið aukið vægi á meðal fræðimanna og stjórnenda á síðustu tveimur áratugum. Þekking er nú talin vera ein mikilvægasta auðlind skipulagsheilda. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á þekkingarmiðlun starfsmanna í þekkingarfyrirtæki. Áhersla var lögð á það að rýna í viðhorf og upplifun starfsmanna til þekkingarmiðlunar, þar sem skoðaðar eru leiðir til varðveislu og miðlunar þekkingar og hvernig hægt er að nýta aðferðir þekkingarstjórnunar við miðlun þekkingar. Um eigindlega rannsókn var að ræða. Tekin voru viðtöl við 11 starfsmenn þekkingarfyrirtækis. Rannsóknin er tilviksrannsókn og varpar hún ljósi á ákveðið tilvik en hefur ekki beint yfirfærslu- eða alhæfingargildi. Helstu niðurstöður eru að þörf er á skýrari stefnumótun varðandi varðveislu og miðlun þekkingar. Skráning og varðveisla þekkingar er ábótavant og greiða þarf götu þekkingarmiðlunar. Skapa þarf aðstæður fyrir samveru og samræðu starfsmanna til þess að miðla leyndri þekkingu. Helstu hindranir í þekkingarmiðlun starfsmanna eru að upplýsingaflæði og fundarhöldum er ábótavant. Einnig hafa ýmsir þættir áhrif eins og persónuleiki, starfshvatar, viðhorf og venjur starfsmanna. Greina mátti mikinn áhuga þátttakenda á því að efla flæði þekkingar og nýta betur þá þekkingu sem starfsmenn búa yfir og hafa aflað sér í verkefnum og með skipulagðri fræðslu. Koma þarf á skipulagðri þekkingarmiðlun í formi fræðslu innanhúss, þar sem reynslumeiri starfsmenn miðla þekkingu. Þannig er hægt að mæta þörfum starfsmanna um að bæta við sig þekkingu í starfi og fræðast um efni er tengist viðfangsefnum og fræðasviði þeirra.

Birtist í

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012

ISSN

1670-8288

ISBN

978-9979-9933-3-9

Samþykkt
3.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
2.Vardveisla_midlun_thekkningar.pdf363KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna