is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12502

Titill: 
  • Íþróttir og forvarnir - þarf brottfall að vera endanlegt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið og tilgangur lokaritgerðar minnar til BS prófs í íþróttafræði frá Tækni- og Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er að lýsa hugmynd minni um að setja á laggirnar skóla eða námskeið innan félagsmiðstöðva og annarra stofnana sem starfa með unglingum, í þeim tilgangi að auka eða kveikja aftur áhuga þeirra unglinga sem hafa flosnað upp úr íþróttum, eru við það að flosna upp eða hafa aldrei stundað skipulagðar hópíþróttir svo nokkru nemi. Auk þess er markmiðið að auka félagslega færni þeirra, víkka sjóndeildarhringinn og bæta líkamlegt atgervi.
    Ég tók viðtöl við nokkra einstaklinga sem hafa víðtæka reynslu af unglingastarfi og unglingaþjálfun til að fá betri innsýn í hvernig hægt er að vekja áhuga unglinganna á íþróttum, hvernig ber að umgangast þá og hvað ber að varast. Þá mun ég byggja á reynslu minni til nokkurra ára sem starfsmaður á félagsmiðstöð til að kveikja áhuga unglinga sem í sumum tilvikum hafa aldrei stundað skipulagðar hópíþróttir. Það geri ég m.a. með því að kynna fyrir þeim fjölbreyttari íþróttagreinar en þeir eiga að venjast. Markhópurinn er unglingar á aldrinum 13-16 ára.
    Niðurstaða verkefnisins er sú að það er hægt að kalla fram áhuga þeirra sem eru við það að flosna upp úr íþróttum eða hafa flosnað upp og einnig þeirra sem hafa ekki stundað íþróttir að staðaldri, með því að setja á laggirnar íþróttaskóla. Það þarf hins vegar að gæta þess að huga að óskum og þörfum hvers einstaklings og taka tillit til þeirra þátta sem valda því að þeir hafa flosnað upp úr íþróttum.

Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Matthias_Jochum_Bs ritgerð - 15_mai_2012_lokautgafa.pdf771.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna