ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12505

Titill

Skynmyndaþjálfun í skeet skotfimi

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Rannsóknin fólst í fimm vikna skynmyndaþjálfun með það að markmiði að kanna hvort hún auki árangur í skeet skotfimi. Rannsókn var gerð á tíu einstaklingum úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar þar sem þeir voru fengnir til að keppa á tveimur innanfélagsmótum auk þess sem gerðar voru mælingar í skothermi á nákvæmni þeirra á lyftu og sveiflu haglabyssu. Lagður var fyrir þá OMSAT spurningalisti til þess að meta hugræna færni. Fimm vikna skynmyndaþjálfunin fólst í þremur skynmyndaæfingum á viku ásamt tveimur skotæfingum. Einni skynmyndaæfingunni stjórnaði rannsakandi en hinum tveimur sáu keppendur um sjálfir. Fengu þeir fyrirmæli um að lámarki þyrftu þeir að skjóta 50 skotum á viku og að hámarki 100 skotum til þess að æfingamagn væri svipað. Mælingar og spurningalisti var lagður fyrir og eftir inngrip og tölur bornar saman.
Helstu niðurstöður voru að eftir fimm vikna skynmyndaþjálfun jókst heildargeta hópsins um tvær dúfur á milli móta og skotgrúbba hópsins í skothermi minnkaði um 33 cm. Skotgrúbba segir til um þvermál á þéttleika tíu skota í skothermi. Hugræn færni á sviði skynmynda tók jákvæðum breytingum
Samkvæmt niðurstöðum hefur skynmyndaþjálfun jákvæð áhrif á árangur í skeet skotfimi.

Samþykkt
3.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bsc Skynmyndaþjálf... .pdf1,08MBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna