is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12510

Titill: 
  • Nýr skóli - nýtt upphaf : uppbygging fámenns skóla í dreifbýlu samfélagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka undirbúningsferli þess að stofna nýjan skóla með tvö skólastig, leikskóla og grunnskóla í dreifbýli í einu sveitarfélagi. Annars vegar var um að ræða fámennan grunnskóla og hins vegar fámennan leikskóla. Rannsóknin var tilviksrannsókn sem fólst meðal annars í því að kanna viðhorf og væntingar stjórnenda, starfsmanna og foreldra til breytinganna að stofna nýjan skóla. Grunnskólinn sem rannsakaður var tilheyrir í dag stærri grunnskóla í sveitarfélaginu en með breytingunum verður hann, ásamt leikskólanum, nýr skóli fyrir nemendur frá leikskólaaldri fram að 8. bekk. Gagna var aflað með viðtölum, skjalagreiningu og skoðanakönnunum.
    Rannsóknarspurningarnar sem lagt er upp með eru: Hver er tilgangur stofnunar nýs skóla sem nær yfir leik- og grunnskólastig í dreifbýlu samfélagi? Hvaða þættir eru mikilvægastir í undirbúningi að stofnun nýs skóla sem nær yfir leik- og grunnskólastig? Niðurstöður sýndu að tilgangur með stofnun nýs skóla er að reyna að styrkja þessi tvö skólasamfélög með því að búa til eitt skólasamfélag. Ef það hefði ekki verið gert óttaðist stjórnsýslan að skólarnir sem voru til staðar hefðu fljótlega verið lagðir niður. Niðurstöður sýndu einnig að starfsfólki fannst allt undirbúningsferlið hafa gengið hratt fyrir sig og hefði það viljað að því hafi verið gefinn lengri tími. Starfsfólk segir að það hefði einnig viljað fá meiri upplýsingar um breytingarnar. Stjórnendur voru ósammála kennurum um að undirbúningsferlið hafi gengið of hratt og voru þeir ósammála sín á milli hversu upplýstir þeir voru um breytingarnar. Þegar á heildina er litið þá vonast allir til að stofnun nýs skóla muni ganga vel og að þeir sem koma að breytingunum takist á við verkefnið af opnum og heilum hug. Að finna nýjar lausnir fyrir fámenna skóla gefur samfélagi tækifæri á nýju lífi, skólahald í fámennum sveitarfélögum gefur sveitarfélögunum einnig tækifæri til að blómstra og halda starfsemi þar gangandi þar sem fámennir skólar eru oft hjarta sveitarfélagsins.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.12.2012.
Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master-endanleg.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna