ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc í tækni- og verkfræði / byggingafræði / íþróttafræði>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12513

Titill

Ávinningur endurhæfingar og þjálfunar í vatni

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Vatnsþjálfun er góð fyrir almenning sérstaklega til að bæta heilsu sína, viðhalda henni og eða til að stunda reglulega og góða hreyfingu. Síðustu áratugi hefur markviss vatnsþjálfun aukist og kostir hennar eru alltaf að koma betur í ljós. Fjallað verður um algeng hugtök í þjálffræðinni og fræðilegan grunn vatnsþjálfunar. Vegna aukinnar þátttöku almennings í íþróttum verður fjallað um nokkur algeng meiðsli eins og krossbandaslit, mjóbaksverki og axlarmeiðsli. Sýnt er fram á hvernig hægt er að nota vatnsþjálfun í endurhæfingu eftir þessi meiðsli og hvernig íþróttamenn og almenningur getur nýtt sér fjölbreytta vatnsþjálfun til að viðhalda eða bæta líkamsástand sitt. Rannsóknir hafa verið gerðar á almenningi og íþróttafólki í endurhæfingu eftir meiðsli til að meta áhrif vatnsþjálfunar og hvort hún er betri en endurhæfing á landi. Niðurstöður rannsókna sýna að vatnsþjálfun er góð fyrir alla hópa í endurhæfingu og hægt er að byrja endurhæfinguna fyrr heldur en endurhæfingu á landi. Einnig verður gerð æfingaáætlun sem hugsuð er til að almenningur og íþróttafólk geta nýtt sér í vatnsþjálfun.

Samþykkt
3.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sigrún Másdóttir.pdf834KBLokaður Heildartexti PDF