is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12517

Titill: 
  • Stjórnendur og vald við innleiðingu breytinga
Útgáfa: 
  • Mars 2012
Útdráttur: 
  • Í síbreytilegu umhverfi skipulagsheilda fer töluverður tími stjórnenda í stjórnun breytinga. Breytingar hafa verið rannsakaðar frá ýmsum sjónarhornum en þó hefur verið bent á að tilhneiging sé til þess að einfalda ferlið um of með línulegum líkönum fyrir stjórnendur. Eitt af þeim sjónarhornum sem talið er hafa verið vanrækt í fræðilegri umfjöllun um breytingar snýr að kenningum um vald. Í eftirfarandi umfjöllun verður gerð grein fyrir fræðilegri umfjöllun um rætur valds og pólitík í fyrirtækjum. Spurningunni um hvaða áhrif stjórnendur hafi á innleiðingu breytinga með tilliti til kenninga um vald er velt upp og svarað með því að bera fræðilega umfjöllun um vald saman við lýsingar níu íslenskra stjórnenda á breytingarferli. Niðurstöður sýna að stjórnendur reiða sig töluvert á formlegt vald út frá skipuriti en þurfa engu að síður að taka tillit til sérfræðinga sem hafa í mörgum tilvikum umtalsvert vald á grundvelli sérfræðiþekkingar. Stjórnendur virðast nýta sér það að mynda bandalög, til að þrýsta á um breytingar og vekur þáttur nýliða í því samhengi sérstaka athygli.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-3-9
Samþykkt: 
  • 3.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
17.Stjornendur_vald_innleiding_breytinga.pdf343.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna