ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>Tækni- og verkfræðideild>BSc verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12525

Titill

Snerpuþjálfun og vöðvarafrit

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Markmið
Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort hægt sé að bæta snerpu / sprengikraft einstaklinga með því að notast við vöðvarafrit (EMG). Úrtak rannsóknarinnar voru tíu einstaklingar úr frjálsíþróttadeild ÍR. Undirmarkmið var að sjá hvort hægt væri að bæta sprengikraft með því að stjórna hvíld einstaklinga á æfingum. Einnig var skoðað vöðvavirkni einstaklinga í lóðréttu stökki.
Aðferðir
Þær tölur sem notaðar eru til úrvinnslu verkefnisins fengust með prófum sem lögð voru fyrir 10 manna úrtak frjálsíþróttamanna. Við úrvinnslu tölulegra gagna var notast við SPSS-forritið sem reiknaði meðal annars staðalfrávik og meðaltöl á milli hópa. Þær tölur sem notast er við voru fengnar út með prófi sem lagt var fyrir þátttakendur dagana 10. apríl og 10. maí 2012.
Niðurstöður
Þegar þær tölur sem fengust úr rannsókninni voru skoðaðar var ekki hægt að sjá marktækan mun á milli hópa, fyrir og eftir inngrip. Hins vegar var hægt að finna tvo mismunandi stíla hjá einstaklingunum í lóðréttu uppstökki á öðrum fæti, þ.e.a.s. þegar skoðað var í hvaða röð vöðvarnir eru virkjaðir. Enginn munur var á því hversu hátt einstaklingarnir stukku þegar skoðað var hvaða stíl í stökkinu þau notuðu.
Umræður
Þó svo að rannsóknin hafi leitt það í ljós að ekki væri marktækur munur á milli hópanna, er ljóst að frekari rannsóknir á þessu sviði eru nauðsynlegar. Einnig gæti verið að kynjahlutfallið í rannsókninni hefði mátt vera dreifðara á milli hópa. Margar aðrar hugmyndir vöknuðu á þeim tíma sem rannsóknin var framkvæmd sem vert er að skoða í framtíðinni.

Samþykkt
4.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Styrmir sigurðsson.pdf694KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna