ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12531

Titill

Áhrif af jafnari kynjaskiptingu í stjórnum fyrirtækja

Útgáfa
Mars 2012
Útdráttur

Þegar skoðaðar eru tölur um stjórnir og æðstu stjórnendur í atvinnulífinu um allan heim þá sést hve einsleit sú mynd er enda er eitt aðalviðfangsefni í stjórnháttum stjórna í fyrirtækjum að jafna kynjaskiptingu. Meta þarf hvort og hvernig konur í stjórnum hafa áhrif á stjórnarstörf og árangur fyrirtækja. Kanna þarf hvort tilgátan um jafnari kynjaskiptingu í stjórnum fyrirtækja muni leiða til betri stjórnhátta og rekstrarárangurs. Hvaða áhrif mun jafnari skipting og meiri fjölbreytni hafa? Kynntar verða helstu rannsóknir og aðferðir, sem gerðar hafa verið erlendis á þessum þáttum, þar sem leitað var svara við spurningunum um hvort jafnari skipting leiði til betri stjórnhátta og afkomu? Niðurstöðum rannsókna ber ekki saman um hvort félög sem hafa stjórnarmenn af báðum kynjum skili betri árangri eða meiri arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir.

Birtist í

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012

ISSN

1670-8288

ISBN

978-9979-9933-3-9

Samþykkt
4.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
3.Ahrif_af_jafnari_kynjaskyptingu.pdf328KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna