ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


GreinHáskóli Íslands>Ráðstefnurit>Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12537

Titill

Stjórnun í anda AGILE aðferðafræðinnar

Útgáfa
Mars 2012
Útdráttur

Agile aðferðafræðin, sem má rekja aftur til miðs tíunda áratugs 20. aldarinnar, hefur náð umtalsverðri útbreiðslu við verkefnastjórnun í hugbúnaðarþróun. Scrum og Extreme Programming eru meðal algengustu aðferða innan agile aðferðafræðinnar og er sú fyrri mikið notuð á Íslandi. Enda þótt rannsóknum og fræðigreinum um aðferðafræðina fari fjölgandi þá er óhætt að fullyrða að rannsóknir séu stutt á veg komnar og fræðilegur grundvöllur veikur. Í greininni er lýsing á agile aferðafræðinni.
Nokkur dæmi eru um að agile aðferðafræðin sé notuð við að stýra annars konar verkefnum en hugbúnaðarverkefnum, en dæmi um slíkt eru ekki auðfundin í fræðiritum. Meginframlag greinarinnar er að lýsa dæmi um slíka notkun, nefnilega hvernig stjórnlagaráð nýtti sér aðferðina með góðum árangri í þeim skilningi að fulltrúarnir voru ánægðir með hvernig hún virkaði. Sú greining og lýsing byggist einkum á því sem kom fram á opnum ráðsfundum og í viðtölum höfundar við sjö ráðsfulltrúa.
Í síðasta hluta greinarinnar eru dregnar nokkrar ályktanir um mögulega notkun aðferðafræðinnar við stjórnun annarra verkefna en hugbúnaðarverkefna og almennt við stjórnun.

Birtist í

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012

ISSN

1670-8288

ISBN

978-9979-9933-3-9

Samþykkt
4.7.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
18.AGILE.pdf340KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna