is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12538

Titill: 
  • Samband markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækja á íslenskum auglýsingamarkaði
Útgáfa: 
  • Mars 2012
Útdráttur: 
  • Markaðshneigð er ákveðin tegund fyrirtækjamenningar sem einkennist af ætlun fyrirtækis til að færa viðskiptavinum sínum framúrskarandi gæði með það að markmiði að hámarka hagnað. Í fyrirtæki með hátt stig markaðshneigðar er áhersla á viðskiptavininn því grundvöllur í allri starfseminni og allir innan fyrirtækisins vinna að þessu sama marki. Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á markaðshneigð fyrirtækja á íslenskum auglýsingamarkaði og kanna samband markaðshneigðar þeirra og frammistöðu. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsmenn á þremur stórum auglýsingastofum sem svöruðu MARKOR matskvarða sem er þekkt mælitæki við mat á markaðshneigð. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að jákvætt samband sé á milli markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækja á markaðnum. Þrátt fyrir að stig markaðshneigðar á markaðnum hafi mælst nokkuð yfir meðallagi er töluvert svigrúm fyrir fyrirtæki til að auka hana. Þá má sér í lagi benda á að bæta mætti miðlun upplýsinga innan fyrirtækjanna um markaðinn, en slík miðlun er einn af grundvallarþáttum þess að fyrirtæki geti náð mikilli markaðshneigð.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-3-9
Samþykkt: 
  • 4.7.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
10.Samband_markadshneigdar_auglysingamarkadur.pdf345.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna